Ný tækni gæti gert Facebook kleift að fylgjast betur með þér Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 22:43 Facebook hefur sótt um einkaleyfi á aðferð til að teikna upp „fingrafar“ myndavélar þinnar. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira