Stjörnusprengja á Íslandi Guðrún Ansnes og Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifa 22. september 2015 10:45 Söngvarinn Justin Bieber er staddur hér á landi. Vísir/Getty Fréttir um að kanadíski poppprinsinn Justin Bieber sé á landinu hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana og hafa myndirnar talað sínu máli. Sást kappinn fyrst í Reykjanesbæ um hádegið í gær, þar sem hann gæddi sér á kalkúnabringubát frá Subway og smellti af sér sjálfu við sjávarsíðuna með vinum. Þar bað hann aðdáendur jafnframt um að slaka á myndatökunum. Næst fréttist af kappanum á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að hann var eltur alla leið á Selfoss, þar sem prinsinn stoppaði á Olís og brá sér þar á salernið, meðan lífverðirnir bægðu myndasjúkum frá. Smelltu starfsmenn myndum af klósettinu, sem var skilið eftir opið, og settu á netið. Sú frétt var jafnframt einhver sú mest lesna á Vísi í gær. Sjá meira: Bieber notaði almenningssalerni á Selfossi: Stefnir á gullna hringinn Bieber gaf að lokinni salernisferð færi á myndatöku, gegn því skilyrði að hætt yrði að elta hann og myndirnar ekki birtar fyrr en eftir tvo daga, þegar hann mun hverfa af landi brott. Bieber hefur tíst því á Twitter að dagurinn hafi verið yndislegur og birti hann einnig af sér myndband á Youtube-rásinni Justin Bieber Videos 2.0 þar sem hann segist staddur hér á landi með ljósmyndaranum og vini sínum Chris Burkard.Sjá meira: Bieber birtir myndband af sér á klakanum: „Dagurinn í dag er stórkostlegur" Svo vinsæll er poppsöngvarinn að aðdáendur hans kalla sig gjarnan Beliebers en upphaf þess má rekja til ársins 2010 þegar vinsældir kappans tóku að aukast. • Justin Drew Bieber er fæddur þann 1. mars árið 1994. • Hann fæddist í borginni London í Ontario í Kanada og er alinn upp í Stratford í Kanada. Foreldrar hans eru þau Jeremy Jack Bieber og Patricia Mallette og er hann einkabarn foreldra sinna. • Bieber var uppgötvaður af umboðsmanninum Scooter Braun árið 2007 en Braun rakst á myndbönd sem Bieber hafði hlaðið inn á vefsíðuna Youtube af sér að syngja lagið With You eftir Chris Brown. • Hann gaf út sína fyrstu smáskífu í nóvember árið 2009 og ber hún nafnið My World. • Hann hefur nú gefið út þrjár stúdíóplötur. My World 2.0, Under the Mistletoe og Believe. • Mest streymda myndband Biebers á Youtube er við lagið Baby, sem gefið var út árið 2010 en myndbandinu hefur verið streymt 1.214.181.438 sinnum en lagið gerði hann með rapparanum Ludacris. • Mest streymda lag Biebers á Spotify er lagið What Do You Mean? en alls hefur það verið spilað 99.984.918 sinnum. • Bieber hefur einnig verið áberandi í fjölmiðlum vestanhafs fyrir að koma sér í vandræði og í kast við lögin og einnig var talsvert mikið fjallað um haltu-mér-slepptu-mér samband hans við söngkonuna Selenu Gomez á slúðurmiðlunum.Mads Mikkelsen líka á landinu Justin Bieber er ekki eina stjarnan sem stödd er á landinu um þessar mundir því danski leikarinn Mads Mikkelsen er einnig á Íslandi.Sjá meira: Mads Mikkelsen mættur á klakannMikkelsen mun vera hér við tökur á nýjustu Star Wars-myndinni, Rouge One. Tökur hafa staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Ekki hefur verið staðfest hvaða hlutverk Mikkelsen fer með í stjörnustríðsmyndinni en margir veðjuðu á að hann færi með hlutverk vonda karlsins. Leikarinn blés þó á þær sögur í viðtali við danska blaðið Ekstra Bladet þar sem hann sagði hlutverkið veigamikið og að karakter hans væri ekki beinlínis vondi kallinn. Í sama viðtali sagði hann einnig frá því að tökur myndu fara fram á Íslandi og Englandi og myndu standa yfir í um þrjá mánuði. Leikarinn er sjálfsagt einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Le Chiffre í James Bond-myndinni Casino Royale en hann hefur einnig leikið Dr. Hannibal Lecter í þáttaseríunum Hannibal og einnig fór hann með hlutverk í tónlistarmyndbandi poppsöngkonunnar Rihanna við lagið Bitch Better Have My Money, sem fékk talsverða athygli. Talið er að Mads hafi komið fyrir nokkrum dögum og sást hann til dæmis hafa það ansi náðugt á veitingastaðnum Snaps við Þórsgötu í miðborginni í gær. Verður að segjast að töluvert minni æsingur er í kringum heimsókn þess danska en bandarísku poppstjörnunnar. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber pantaði sér Kalkúnsbringubát: Starfsmaðurinn enn í sjokki Popparinn Justin Bieber henti sér á Subway í Reykjanesbæ í morgun en þetta kemur fram á Facebook-síðu Subway á Íslandi. 21. september 2015 13:32 Bieber-gangan rifjuð upp: „Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 21. september 2015 14:37 Lífvörður Bieber bannaði myndatökur í Reykjanesbæ Vikan byrjar ágætlega hjá Ingibjörgu Gísladóttur sem rakst á engan annan en Justin Bieber í morgun. 21. september 2015 12:06 Justin Bieber á Íslandi: Kom við á Lemon í Reykjanesbæ Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber lenti í dag á Keflavíkurvelli en ekki er ljóst hvort hann sé í fríi eða einungis að millilenda. 21. september 2015 12:01 Lífleg umræða um Bieber á Twitter: „Einhver að benda honum á að á Íslandi kúka túristar í vegakanti“ Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum að kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er mættur á klakann. 21. september 2015 14:23 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fréttir um að kanadíski poppprinsinn Justin Bieber sé á landinu hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana og hafa myndirnar talað sínu máli. Sást kappinn fyrst í Reykjanesbæ um hádegið í gær, þar sem hann gæddi sér á kalkúnabringubát frá Subway og smellti af sér sjálfu við sjávarsíðuna með vinum. Þar bað hann aðdáendur jafnframt um að slaka á myndatökunum. Næst fréttist af kappanum á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að hann var eltur alla leið á Selfoss, þar sem prinsinn stoppaði á Olís og brá sér þar á salernið, meðan lífverðirnir bægðu myndasjúkum frá. Smelltu starfsmenn myndum af klósettinu, sem var skilið eftir opið, og settu á netið. Sú frétt var jafnframt einhver sú mest lesna á Vísi í gær. Sjá meira: Bieber notaði almenningssalerni á Selfossi: Stefnir á gullna hringinn Bieber gaf að lokinni salernisferð færi á myndatöku, gegn því skilyrði að hætt yrði að elta hann og myndirnar ekki birtar fyrr en eftir tvo daga, þegar hann mun hverfa af landi brott. Bieber hefur tíst því á Twitter að dagurinn hafi verið yndislegur og birti hann einnig af sér myndband á Youtube-rásinni Justin Bieber Videos 2.0 þar sem hann segist staddur hér á landi með ljósmyndaranum og vini sínum Chris Burkard.Sjá meira: Bieber birtir myndband af sér á klakanum: „Dagurinn í dag er stórkostlegur" Svo vinsæll er poppsöngvarinn að aðdáendur hans kalla sig gjarnan Beliebers en upphaf þess má rekja til ársins 2010 þegar vinsældir kappans tóku að aukast. • Justin Drew Bieber er fæddur þann 1. mars árið 1994. • Hann fæddist í borginni London í Ontario í Kanada og er alinn upp í Stratford í Kanada. Foreldrar hans eru þau Jeremy Jack Bieber og Patricia Mallette og er hann einkabarn foreldra sinna. • Bieber var uppgötvaður af umboðsmanninum Scooter Braun árið 2007 en Braun rakst á myndbönd sem Bieber hafði hlaðið inn á vefsíðuna Youtube af sér að syngja lagið With You eftir Chris Brown. • Hann gaf út sína fyrstu smáskífu í nóvember árið 2009 og ber hún nafnið My World. • Hann hefur nú gefið út þrjár stúdíóplötur. My World 2.0, Under the Mistletoe og Believe. • Mest streymda myndband Biebers á Youtube er við lagið Baby, sem gefið var út árið 2010 en myndbandinu hefur verið streymt 1.214.181.438 sinnum en lagið gerði hann með rapparanum Ludacris. • Mest streymda lag Biebers á Spotify er lagið What Do You Mean? en alls hefur það verið spilað 99.984.918 sinnum. • Bieber hefur einnig verið áberandi í fjölmiðlum vestanhafs fyrir að koma sér í vandræði og í kast við lögin og einnig var talsvert mikið fjallað um haltu-mér-slepptu-mér samband hans við söngkonuna Selenu Gomez á slúðurmiðlunum.Mads Mikkelsen líka á landinu Justin Bieber er ekki eina stjarnan sem stödd er á landinu um þessar mundir því danski leikarinn Mads Mikkelsen er einnig á Íslandi.Sjá meira: Mads Mikkelsen mættur á klakannMikkelsen mun vera hér við tökur á nýjustu Star Wars-myndinni, Rouge One. Tökur hafa staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Ekki hefur verið staðfest hvaða hlutverk Mikkelsen fer með í stjörnustríðsmyndinni en margir veðjuðu á að hann færi með hlutverk vonda karlsins. Leikarinn blés þó á þær sögur í viðtali við danska blaðið Ekstra Bladet þar sem hann sagði hlutverkið veigamikið og að karakter hans væri ekki beinlínis vondi kallinn. Í sama viðtali sagði hann einnig frá því að tökur myndu fara fram á Íslandi og Englandi og myndu standa yfir í um þrjá mánuði. Leikarinn er sjálfsagt einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Le Chiffre í James Bond-myndinni Casino Royale en hann hefur einnig leikið Dr. Hannibal Lecter í þáttaseríunum Hannibal og einnig fór hann með hlutverk í tónlistarmyndbandi poppsöngkonunnar Rihanna við lagið Bitch Better Have My Money, sem fékk talsverða athygli. Talið er að Mads hafi komið fyrir nokkrum dögum og sást hann til dæmis hafa það ansi náðugt á veitingastaðnum Snaps við Þórsgötu í miðborginni í gær. Verður að segjast að töluvert minni æsingur er í kringum heimsókn þess danska en bandarísku poppstjörnunnar.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber pantaði sér Kalkúnsbringubát: Starfsmaðurinn enn í sjokki Popparinn Justin Bieber henti sér á Subway í Reykjanesbæ í morgun en þetta kemur fram á Facebook-síðu Subway á Íslandi. 21. september 2015 13:32 Bieber-gangan rifjuð upp: „Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 21. september 2015 14:37 Lífvörður Bieber bannaði myndatökur í Reykjanesbæ Vikan byrjar ágætlega hjá Ingibjörgu Gísladóttur sem rakst á engan annan en Justin Bieber í morgun. 21. september 2015 12:06 Justin Bieber á Íslandi: Kom við á Lemon í Reykjanesbæ Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber lenti í dag á Keflavíkurvelli en ekki er ljóst hvort hann sé í fríi eða einungis að millilenda. 21. september 2015 12:01 Lífleg umræða um Bieber á Twitter: „Einhver að benda honum á að á Íslandi kúka túristar í vegakanti“ Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum að kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er mættur á klakann. 21. september 2015 14:23 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Bieber pantaði sér Kalkúnsbringubát: Starfsmaðurinn enn í sjokki Popparinn Justin Bieber henti sér á Subway í Reykjanesbæ í morgun en þetta kemur fram á Facebook-síðu Subway á Íslandi. 21. september 2015 13:32
Bieber-gangan rifjuð upp: „Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 21. september 2015 14:37
Lífvörður Bieber bannaði myndatökur í Reykjanesbæ Vikan byrjar ágætlega hjá Ingibjörgu Gísladóttur sem rakst á engan annan en Justin Bieber í morgun. 21. september 2015 12:06
Justin Bieber á Íslandi: Kom við á Lemon í Reykjanesbæ Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber lenti í dag á Keflavíkurvelli en ekki er ljóst hvort hann sé í fríi eða einungis að millilenda. 21. september 2015 12:01
Lífleg umræða um Bieber á Twitter: „Einhver að benda honum á að á Íslandi kúka túristar í vegakanti“ Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum að kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er mættur á klakann. 21. september 2015 14:23