Lífið

Ver tíma með lögreglumönnum

Ólína segir það spennandi hversu vel Réttur kallast á við íslenskan veruleika.
Ólína segir það spennandi hversu vel Réttur kallast á við íslenskan veruleika.
Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur rannsóknarlögreglumann í nýrri seríu af Rétti, þáttum í leikstjórn Baldvins Z. Þetta er í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma sem hún tekur að sér jafn stórt hlutverk. „Já, það eru ellefu ár síðan ég lék síðast stórt hlutverk. Þá var það í Chicago sem var sýnt í Borgarleikhúsinu,“ segir Steinunn Ólína, sem er einnig ritstjóri Kvennablaðsins.

Í þáttunum leikur hún rannsóknarlögreglumann og segist hún verja tíma með rannsóknarlögreglumönnum til þess að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Við erum fyrst og fremst að gæða þessar persónur lífi en það er gott að kynna sér starf lögreglumanna svo maður sé ekki bara í einhverjum lögguleik. Þættirnir eru mjög „aktúel og vel skrifaðir“. Þeir kallast vel á við íslenskan veruleika sem mér finnst mjög spennandi.“

Steinunn Ólína hefur nýlokið tökum á þáttunum Ófærð, í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem sýndir verða á RÚV í vetur. Auk þess hafa sjónvarpsstöðvar víða um heim keypt sýningaréttinn á þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.