Íslenskur knapi fluttur á sjúkrahús eftir fall Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 19:07 Hlé var gert á mótinu í klukkustund meðan Agnari var Vísir/Bjarni Þór Sigurðsson Íslenski knapinn Agnar Snorri Stefánsson féll af baki á fyrsta degi heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem nú fer fram í Herning í Danmörku. Agnar, sem keppir fyrir Noreg, var að klára sýningu á 5 vetra hryssu, Hind fra Stall Ellingseter, þegar atvikið átti sér stað. Talið er að ístaðsól hafi slitnað þegar hann var að hægja niður ferðina af stökki með þeim afleiðingum af Agnar féll af baki og lenti á nálægu grindverki. Gert var hlé á sýningu kynbótahrossa í um klukkustund á meðan hugað var að Agnari. Að sögn vitna var knapinn mjög þjáður eftir slysið og var honum gefið morfín til að slá á verkinn. Hann var því næst fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.Ríkey frá Flekkudal efst Heimsmeistaramótið hófst í dag í sól og 25 stiga hita í Herning. Viðmælandi Vísis segir mótið hafa farið hægt af stað hvað keppnina áhrærir en í dag hafa kynbótahross verið byggingadæmd. Undir kvöld var svo farið að hæfileikadæma hrossin. Fólk hefur streymt á mótið í dag og er gert ráð fyrir 10 til 15þúsund manns þegar mótið nær hámarki um helgina og úrslit ráðast. Það er Ríkey frá Flekkudal sem stendur efst 5 vetra hryssna og hlaut hún meðal annars 9 fyrir skeið. Það er Guðmundur Björgvinsson sem sýnir hryssuna en hann keppir fyrir Ísland.Guðmundur Friðrik Björgvinsson á fljúgandi skeiði á Ríkey frá HelludalMynd/Jón BjörnssonHér að neðan má sjá dómana í heild.206)IS2010225047 Ríkey frá Flekkudal Litur: 3600 Jarpur/korg- einlitt Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,53 Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,5 = 8,35Aðaleinkunn: 8,42 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson240)DK2010201002 Sorg fra Slippen Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt Sköpulag: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 8,48 Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,0 = 8,27Aðaleinkunn: 8,35 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 Sýnandi: Jóhann Rúnar Skúlason218)DE2010234992 Hrönn vom Kronshof Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 = 8,28 Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 6,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,27Aðaleinkunn: 8,27 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5 Sýnandi: Frauke Schenzel232)SE2010202589 Dagstjarna från Knubbo Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,35 Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,08Aðaleinkunn: 8,19 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Vignir Jónasson215)DE2010284137 Sigyn vom Falknerhof Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 = 8,18 Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 6,5 = 7,84Aðaleinkunn: 7,98 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Þórður Þorgeirsson Hestar Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Íslenski knapinn Agnar Snorri Stefánsson féll af baki á fyrsta degi heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem nú fer fram í Herning í Danmörku. Agnar, sem keppir fyrir Noreg, var að klára sýningu á 5 vetra hryssu, Hind fra Stall Ellingseter, þegar atvikið átti sér stað. Talið er að ístaðsól hafi slitnað þegar hann var að hægja niður ferðina af stökki með þeim afleiðingum af Agnar féll af baki og lenti á nálægu grindverki. Gert var hlé á sýningu kynbótahrossa í um klukkustund á meðan hugað var að Agnari. Að sögn vitna var knapinn mjög þjáður eftir slysið og var honum gefið morfín til að slá á verkinn. Hann var því næst fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.Ríkey frá Flekkudal efst Heimsmeistaramótið hófst í dag í sól og 25 stiga hita í Herning. Viðmælandi Vísis segir mótið hafa farið hægt af stað hvað keppnina áhrærir en í dag hafa kynbótahross verið byggingadæmd. Undir kvöld var svo farið að hæfileikadæma hrossin. Fólk hefur streymt á mótið í dag og er gert ráð fyrir 10 til 15þúsund manns þegar mótið nær hámarki um helgina og úrslit ráðast. Það er Ríkey frá Flekkudal sem stendur efst 5 vetra hryssna og hlaut hún meðal annars 9 fyrir skeið. Það er Guðmundur Björgvinsson sem sýnir hryssuna en hann keppir fyrir Ísland.Guðmundur Friðrik Björgvinsson á fljúgandi skeiði á Ríkey frá HelludalMynd/Jón BjörnssonHér að neðan má sjá dómana í heild.206)IS2010225047 Ríkey frá Flekkudal Litur: 3600 Jarpur/korg- einlitt Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,53 Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,5 = 8,35Aðaleinkunn: 8,42 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson240)DK2010201002 Sorg fra Slippen Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt Sköpulag: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 8,48 Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,0 = 8,27Aðaleinkunn: 8,35 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0 Sýnandi: Jóhann Rúnar Skúlason218)DE2010234992 Hrönn vom Kronshof Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 = 8,28 Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 6,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,27Aðaleinkunn: 8,27 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5 Sýnandi: Frauke Schenzel232)SE2010202589 Dagstjarna från Knubbo Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,35 Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,08Aðaleinkunn: 8,19 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Vignir Jónasson215)DE2010284137 Sigyn vom Falknerhof Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 = 8,18 Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 6,5 = 7,84Aðaleinkunn: 7,98 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5 Sýnandi: Þórður Þorgeirsson
Hestar Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira