Leitar að Nínu í fórum landsmanna Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Hrafnhildur Schram listfræðingur við styttu Nínu Sæmundsson, Móðurást, sem vakti mikla aðdáun í París á sínum tíma. Fréttablaðið/GVA „Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“ Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira