Leitar að Nínu í fórum landsmanna Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Hrafnhildur Schram listfræðingur við styttu Nínu Sæmundsson, Móðurást, sem vakti mikla aðdáun í París á sínum tíma. Fréttablaðið/GVA „Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira