Leitar að Nínu í fórum landsmanna Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Hrafnhildur Schram listfræðingur við styttu Nínu Sæmundsson, Móðurást, sem vakti mikla aðdáun í París á sínum tíma. Fréttablaðið/GVA „Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“ Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira