Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2015 07:00 Karlalið Stjörnunnar. 26 leikir í röð án taps. 17 sigrar l 9 jafntefli. Lentu níu sinnum undir og voru undir í samtals 212 mínútur í þessum 26 leikjum. fréttablaðið/andri Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira