Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast Guðrún Ansnes skrifar 11. júní 2015 10:30 Hópurinn kom saman í fyrsta skipti á þriðjudag í fangelsinu, sem nú stendur tómt. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn. Vísir/Stefán „Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“ Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“
Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30
Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00