Mikilvægast að fyrirgefa sér Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 08:30 Mestu skömmina upplifði hún þegar hún var á götunni. Í dag einbeitir hún sér að lifa í núinu enda engin framtíð fólgin í því að velta sér upp úr fortíðinni vísir/vilhelm Karlotta Dúfa Markan býr nú í Súðavík með móður sinni og 12 ára gömlum syni. Í næsta húsi býr bróðir hennar ásamt konu og börnum. Hún er í stuttu stoppi í Reykjavík, fyrst og fremst til að hitta lækna. „Ég er búin að vera í meðferð við lifrarbólgu C og er að fara í síðasta tékkið núna. Lifrabólga C er oft kölluð sprautufíklasjúkdómurinn, ég tilheyri víst þeim hópi.“ Lifrabólga C leiðir að lokum til skorpulifrar sem dregur fólk til dauða. Karlotta hóf sex mánaða lyfjameðferð við sjúkdómnum í mars síðastliðnum. „Þetta er krabbameinslyfjameðferð og ég var ferlega lasin í sex mánuði. Það eru 80 prósent líkur á að maður losni við sjúkdóminn. Ég er heppin því þetta lítur vel út hjá mér. Ég fæ það vonandi staðfest á morgun,“ segir Karlotta brosandi. „Þessi lyfjameðferð breytti mér og þroskaði mig á svo marga vegu. Ég fór alveg niður á botninn aftur og þurfti að vinna mig upp. Aftur.“ Karlotta komst á botninn þegar hún var búin að missa barnið sitt frá sér, vinnuna, heimilið og allt samband við fjölskylduna vegna fíkniefnaneyslu.vísir/vilhelm Stanslaus neysla í tæp 20 ár Fyrra skiptið sem Karlotta komst á botninn var fyrir tæpum tíu árum þegar hún var búin að missa barnið sitt frá sér, vinnuna, heimilið og fjölskylduna vegna fíkniefnaneyslu. Allt sem henni var kært. Hún byrjaði í neyslu sautján ára gömul. Fyrir þann tíma var hún kátur krakki, sleit barnsskónum í Fossvoginum, æfði fótbolta af kappi og var fremst meðal jafningja í félagslífinu. „Það var eitthvað sem gerðist á unglingsárunum. Ég varð vansæl og þung í skapi. Ég held ég hafi líka verið mjög óörugg og ótrúlega leitandi. Ég byrjaði í menntaskóla en hafði aldrei trú á því að ég gæti lært eins og aðrir, þrátt fyrir að hafa verið góður námsmaður í barnaskóla. Á þessum árum voru krakkar að fikta við að drekka og slíkt en það hentaði mér ekki. Þá leitaði ég að öðru og dembdi mér í allan pakkann. Á ótrúlega stuttum tíma var ég komin í hörðustu efnin. Ég byrjaði bara í öllu í einu.“ Karlotta hætti í skólanum þegar kennaraverkfall skall á og flutti til móðursystur sinnar á Ísafirði til að breyta um umhverfi. Fjölskyldan hélt hún væri svolítið döpur en hafði ekki hugmynd um neysluna. „Ég byrjaði á því að leita uppi ólánsfólk. Þetta voru ekki eðlilegir unglingar að þreifa sig áfram heldur fólk sem var að minnsta kosti tíu árum eldra en ég og búið að vera í neyslu lengi. Ég kem heim frá Ísafirði í helmingi meira rugli og byrja aftur í skóla en klára aldrei nein próf. Ég fór svo að vinna á búgarði í Sviss í eitt og hálft ár. Á þessu tæplega tuttugu ára tímabili í neyslu er það eina pásan sem ég tek. Þegar ég kem aftur til Íslands átján ára tekur við stanslaus neysla þar til í nóvember árið 2012 þegar ég fór í meðferð 34 ára gömul.“ Mæðginin saman eftir að Karlotta kom úr meðferð. Missti soninn frá sér Karlotta eignaðist dreng með fyrrverandi sambýlismanni sínum árið 2002. Hann var einnig í neyslu og er enn. Lífsstíllinn breyttist lítið á meðgöngunni og eftir fæðinguna. „Við náðum okkur aldrei á strik og vorum alltaf í neyslu. Innkoman var háð fíkniefnasölu og –ræktun. Þannig eignuðumst við heimili og þetta var okkar lífsstíll. Síðan skildu okkar leiðir en ég var með son minn hjá mér þar til hann var fimm ára. Þá hafði mamma samband við Barnavernd og vildi fá að taka hann. Ég vissi alveg á þessum tímapunkti að ég gæti ekki mikið meira en streittist samt á móti. Ég var ekki sátt við að láta strákinn frá mér, eðlilega. Ég held þetta sé ein erfiðasta ákvörðun sem móðir getur tekið en að lokum vissi ég að mamma gæti hugsað miklu betur um hann en ég og gaf eftir. Ég náði að berja í gegn heimsóknartíma með honum. Einhvern klukkutíma á nokkurra mánaða fresti en ég gat ekki einu sinni haldið mér edrú þann litla tíma.“ Fór á götuna Eftir að drengurinn fór úr umsjá Karlottu hrundi allt. Hún missti íbúðina, vinnuna sem hún hafði alltaf reynt að halda í og tengsl við hið daglega líf. Þá fór hún á götuna. „Um leið og þetta var farið þá var ekkert eftir. Engin fyrirstaða, sem var mjög slæmt. Það hefði ekki verið slæmt ef ég hefði verið nógu skýr til að rífa mig upp og gera eitthvað í mínum málum en ég var ekki tilbúin. Ég var auðvitað löngu búin að missa stjórnina en reyndi alltaf að halda andliti. En þarna fór það líka. Ég bjó eitthvað hjá vinum, fór í hústöku og leigði stundum herbergi með kærasta. En svo var það bara gatan heillengi.“ Karlotta var oft hrædd um líf sitt á götunni og þá aðallega vegna of stórra skammta. Það gerðist einu sinni heima hjá henni að stúlka tók of stóran skammt af morfíni og lést.vísir/vilhelm Oft hrædd um líf sitt Karlotta segir mikla hörku og grimmd einkenna götulífið og sífellt óöryggi. „Ég var heppin og átti tvær mjög góðar vinkonur á þessum tíma. Við stóðum saman og hjálpuðumst að en slíkt traust er ekki algengt á götunni. Þetta er ótrúlega harður heimur og allir eru í hörku vinnu við að reyna að lifa hann af. Það sem er kannski mest sjokkerandi er að hann stjórnast af lyfseðilsskyldum lyfjum sem gerir marga mjög bilaða og siðlausa og þeir framkvæma hluti sem þeir hefðu annars aldrei gert. Ég var sjálf á þessum tímapunkti nær eingöngu farin að sprauta mig með þessum efnum, rítalíni, conserta, morfíni, svefnlyfjum og kvíðastillandi lyfjum.“ Karlotta var oft hrædd um líf sitt og þá aðallega þegar hún vissi að hún hefði tekið of stóran skammt. „En þegar maður er kominn svona langt og hefur misst svona margt þá hugsar maður ekki um það. En það gerðust margir ljótir hlutir í kringum mig og mín leið var að vera í mikilli vímu. Það hefur gerst í mínum húsum að stúlka tók of stóran skammt af morfíni og það varð hennar bani. Svoleiðis tilvik eru erfið fyrir alla fíkla en þá brynjar maður sig upp og lætur helst ekki renna af sér.“ Krafturinn er í núinu Karlotta hafði sín mörk sem hún fór ekki yfir en var þó ekki alltaf skýr í kollinum og gerði hluti sem hún myndi aldrei gera undir eðlilegum kringumstæðum. Í meðferðinni sem hún fór í var hún látin takast á við þessa reynslu og vinna úr henni svo fortíðin væri ekki alltaf að banka upp á og eyðileggja edrúmennskuna. „Maður getur ekki spurt sjálfan sig alla daga hvort maður hefði átt að gera þetta öðruvísi. Þetta er búið og gert. Vissulega hugsa ég til þess hvernig ég hefði getað notað þennan tíma öðruvísi en ég hef lært að það er engin framtíð fólgin í því að dvelja við slíkar hugsanir og draumóra. Maður verður að vera í núinu, þar er allur krafturinn sem hægt er að nýta til góðs. Mikilvægast er að fyrirgefa sjálfum sér, þannig verður líka auðveldara fyrir aðra að vera innan um mann.“ Stússið og samverustundirnar í daglega lífinu gefa Karlottu meira en nokkur orð fá tjáð. Kvaddi skömmina Karlotta hefur náð að losa sig við skömmina og lítur fram á veginn. Skömmin var mest á meðan á neyslunni stóð og það var einmitt skömmin sem síðan hjálpaði henni að taka ákvörðun um að breyta lífi sínu. „Skömmin var mest á meðan ég gekk um göturnar. Fyrir rúmum tveimur árum var ég einhvers staðar á gangi og sú hugsun dettur inn í hausinn á mér að sonur minn eigi mömmu sem er útigangskona. Ég bara gat ekki gert stráknum þetta, hann átti það ekki skilið. Þetta vóg þyngst í ákvörðuninni að fara í meðferð. Ég hafði aldrei farið í meðferð á eigin forsendum áður. Ég hafði tvisvar farið í afvötnun í viku á Vogi til að róa einhverja aðra. En á þessum tímapunkti var mér alvara og enginn ýtti á mig. Ég horfðist í augu við að ef ég gerði það ekki þá væri ekkert eftir. Það var ansi ógnvekjandi.“ Um leið og Karlotta fór í meðferðina þá fann hún að fjölskyldan tók hana alvarlega og hafði trú á henni. Fyrir það er hún óendanlega þakklát. „Það er ekki sjálfgefið að maður fái að koma svona til baka. Þegar ég fór í meðferðina gerði ég ekki ráð fyrir því. Ég átti ekkert tilkall til þeirra lengur. Þau þurftu á ákveðnum tímapunkti að afskrifa mig til að geta haldið áfram með sitt líf. Þau voru hugrökk að opna upp á nýtt og þau hafa sótt svo mikið í mig. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir það, þau eru alveg einstök og svo stór partur af mínu bataferli.“ Litla fjölskyldan samankomin. Þrír ættliðir búa saman á Súðavík. Aftur orðin móðir Í meðferðinni lærði Karlotta að lifa upp á nýtt og gera litlu eðlilegu hlutina eins og að vakna á morgnana, bursta tennur, búa um rúmið og fá sér morgunmat. Það var eitthvað sem var löngu komið úr hennar daglegu rútínu. Þegar hún lauk tveggja ára meðferðarferli sínu með tilheyrandi eftirmeðferð og dvöl á áfangaheimili byrjaði hún algjörlega nýtt líf. Baklandið var fjölskyldan enda hefur hún ekki samband við neyslufélagana, en það er eina fólkið sem hún hefur haft í kringum sig í tuttugu ár. Hún flutti til Súðavíkur og byrjaði að búa með móður sinni og syni en mamma hennar er enn fósturforeldri drengsins. „Hann er enn á vegum Barnaverndar og við erum að aðlagast. Ég hefði ekki treyst mér í að taka strákinn strax, ég hefði ekkert með það að gera og það væri ósanngjarnt gagnvart mömmu og honum. Það að búa þrjú saman er ótrúlega gott fyrirkomulag. Ég er hluti af lífi barnsins míns og tek þátt í uppeldinu. Það er ólýsanlegt. Stórkostlegt. Þetta hefur verið mikil gleði og hamingja, og engir árekstrar. Strákurinn er auðvitað búinn að reyna á mig á marga vegu. Ég er búin að vera lengi í burtu og full af samviskubiti. En það má ekki, maður verður að geta staðist það. Þess vegna er ég svo þakklát að við mamma erum saman í þessu.“ Stórfjölskyldan fyir vestan. Er sátt við sjálfa sig Karlotta hefur kynnst fólkinu í Súðavík og er fjölskyldan mjög virk í bæjarsamfélaginu. Hún reynir ekki að fela sína sögu heldur talar opinskátt um fortíðina. Aftur á móti finnst henni huggulegt að halda sig svolítið til hlés. „Ég upplifði það eftir að ég kom úr meðferðinni að ég væri svo skemmd í hausnum. Ég átti erfitt með að tala og tjá mig, að mynda setningar eða finna réttu orðin. Og ég sem hafði alltaf verið svo orðheppin. Mér blöskraði alveg og dró mig í hlé. En það er heldur ekki sniðugt, maður verður að æfa sig í að tala við eðlilegt fólk. Enda gæti ég svo sannarlega verið skemmdari. Undanfarið hefur mér farið mjög fram að tala við fólk,“ segir Karlotta hlæjandi og bætir við að í raun hafi hún breyst ótrúlega mikið. „Ég var alltaf trúðurinn sem hafði hátt og lét fara mikið fyrir mér. En nú hef ég öðlast innri ró og þarf ekki alla þessa athygli sem óöryggið mitt kallaði á. Nú stefni ég á nám í menntaskólanum hér fyrir vestan og hef loksins öðlast trú á að ég geti lært eins og allir aðrir. En annars er ég ekki með stóra drauma. Ég má það ekki en ég er mjög bjartsýn og kann bara ótrúlega vel við manneskjuna sem ég er í dag. Já, ég er bara mjög sátt við sjálfa mig og finnst ég svo heppin að hafa fengið annað tækifæri með heilsuna, fjölskylduna og bara lífið sjálft.“ Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Karlotta Dúfa Markan býr nú í Súðavík með móður sinni og 12 ára gömlum syni. Í næsta húsi býr bróðir hennar ásamt konu og börnum. Hún er í stuttu stoppi í Reykjavík, fyrst og fremst til að hitta lækna. „Ég er búin að vera í meðferð við lifrarbólgu C og er að fara í síðasta tékkið núna. Lifrabólga C er oft kölluð sprautufíklasjúkdómurinn, ég tilheyri víst þeim hópi.“ Lifrabólga C leiðir að lokum til skorpulifrar sem dregur fólk til dauða. Karlotta hóf sex mánaða lyfjameðferð við sjúkdómnum í mars síðastliðnum. „Þetta er krabbameinslyfjameðferð og ég var ferlega lasin í sex mánuði. Það eru 80 prósent líkur á að maður losni við sjúkdóminn. Ég er heppin því þetta lítur vel út hjá mér. Ég fæ það vonandi staðfest á morgun,“ segir Karlotta brosandi. „Þessi lyfjameðferð breytti mér og þroskaði mig á svo marga vegu. Ég fór alveg niður á botninn aftur og þurfti að vinna mig upp. Aftur.“ Karlotta komst á botninn þegar hún var búin að missa barnið sitt frá sér, vinnuna, heimilið og allt samband við fjölskylduna vegna fíkniefnaneyslu.vísir/vilhelm Stanslaus neysla í tæp 20 ár Fyrra skiptið sem Karlotta komst á botninn var fyrir tæpum tíu árum þegar hún var búin að missa barnið sitt frá sér, vinnuna, heimilið og fjölskylduna vegna fíkniefnaneyslu. Allt sem henni var kært. Hún byrjaði í neyslu sautján ára gömul. Fyrir þann tíma var hún kátur krakki, sleit barnsskónum í Fossvoginum, æfði fótbolta af kappi og var fremst meðal jafningja í félagslífinu. „Það var eitthvað sem gerðist á unglingsárunum. Ég varð vansæl og þung í skapi. Ég held ég hafi líka verið mjög óörugg og ótrúlega leitandi. Ég byrjaði í menntaskóla en hafði aldrei trú á því að ég gæti lært eins og aðrir, þrátt fyrir að hafa verið góður námsmaður í barnaskóla. Á þessum árum voru krakkar að fikta við að drekka og slíkt en það hentaði mér ekki. Þá leitaði ég að öðru og dembdi mér í allan pakkann. Á ótrúlega stuttum tíma var ég komin í hörðustu efnin. Ég byrjaði bara í öllu í einu.“ Karlotta hætti í skólanum þegar kennaraverkfall skall á og flutti til móðursystur sinnar á Ísafirði til að breyta um umhverfi. Fjölskyldan hélt hún væri svolítið döpur en hafði ekki hugmynd um neysluna. „Ég byrjaði á því að leita uppi ólánsfólk. Þetta voru ekki eðlilegir unglingar að þreifa sig áfram heldur fólk sem var að minnsta kosti tíu árum eldra en ég og búið að vera í neyslu lengi. Ég kem heim frá Ísafirði í helmingi meira rugli og byrja aftur í skóla en klára aldrei nein próf. Ég fór svo að vinna á búgarði í Sviss í eitt og hálft ár. Á þessu tæplega tuttugu ára tímabili í neyslu er það eina pásan sem ég tek. Þegar ég kem aftur til Íslands átján ára tekur við stanslaus neysla þar til í nóvember árið 2012 þegar ég fór í meðferð 34 ára gömul.“ Mæðginin saman eftir að Karlotta kom úr meðferð. Missti soninn frá sér Karlotta eignaðist dreng með fyrrverandi sambýlismanni sínum árið 2002. Hann var einnig í neyslu og er enn. Lífsstíllinn breyttist lítið á meðgöngunni og eftir fæðinguna. „Við náðum okkur aldrei á strik og vorum alltaf í neyslu. Innkoman var háð fíkniefnasölu og –ræktun. Þannig eignuðumst við heimili og þetta var okkar lífsstíll. Síðan skildu okkar leiðir en ég var með son minn hjá mér þar til hann var fimm ára. Þá hafði mamma samband við Barnavernd og vildi fá að taka hann. Ég vissi alveg á þessum tímapunkti að ég gæti ekki mikið meira en streittist samt á móti. Ég var ekki sátt við að láta strákinn frá mér, eðlilega. Ég held þetta sé ein erfiðasta ákvörðun sem móðir getur tekið en að lokum vissi ég að mamma gæti hugsað miklu betur um hann en ég og gaf eftir. Ég náði að berja í gegn heimsóknartíma með honum. Einhvern klukkutíma á nokkurra mánaða fresti en ég gat ekki einu sinni haldið mér edrú þann litla tíma.“ Fór á götuna Eftir að drengurinn fór úr umsjá Karlottu hrundi allt. Hún missti íbúðina, vinnuna sem hún hafði alltaf reynt að halda í og tengsl við hið daglega líf. Þá fór hún á götuna. „Um leið og þetta var farið þá var ekkert eftir. Engin fyrirstaða, sem var mjög slæmt. Það hefði ekki verið slæmt ef ég hefði verið nógu skýr til að rífa mig upp og gera eitthvað í mínum málum en ég var ekki tilbúin. Ég var auðvitað löngu búin að missa stjórnina en reyndi alltaf að halda andliti. En þarna fór það líka. Ég bjó eitthvað hjá vinum, fór í hústöku og leigði stundum herbergi með kærasta. En svo var það bara gatan heillengi.“ Karlotta var oft hrædd um líf sitt á götunni og þá aðallega vegna of stórra skammta. Það gerðist einu sinni heima hjá henni að stúlka tók of stóran skammt af morfíni og lést.vísir/vilhelm Oft hrædd um líf sitt Karlotta segir mikla hörku og grimmd einkenna götulífið og sífellt óöryggi. „Ég var heppin og átti tvær mjög góðar vinkonur á þessum tíma. Við stóðum saman og hjálpuðumst að en slíkt traust er ekki algengt á götunni. Þetta er ótrúlega harður heimur og allir eru í hörku vinnu við að reyna að lifa hann af. Það sem er kannski mest sjokkerandi er að hann stjórnast af lyfseðilsskyldum lyfjum sem gerir marga mjög bilaða og siðlausa og þeir framkvæma hluti sem þeir hefðu annars aldrei gert. Ég var sjálf á þessum tímapunkti nær eingöngu farin að sprauta mig með þessum efnum, rítalíni, conserta, morfíni, svefnlyfjum og kvíðastillandi lyfjum.“ Karlotta var oft hrædd um líf sitt og þá aðallega þegar hún vissi að hún hefði tekið of stóran skammt. „En þegar maður er kominn svona langt og hefur misst svona margt þá hugsar maður ekki um það. En það gerðust margir ljótir hlutir í kringum mig og mín leið var að vera í mikilli vímu. Það hefur gerst í mínum húsum að stúlka tók of stóran skammt af morfíni og það varð hennar bani. Svoleiðis tilvik eru erfið fyrir alla fíkla en þá brynjar maður sig upp og lætur helst ekki renna af sér.“ Krafturinn er í núinu Karlotta hafði sín mörk sem hún fór ekki yfir en var þó ekki alltaf skýr í kollinum og gerði hluti sem hún myndi aldrei gera undir eðlilegum kringumstæðum. Í meðferðinni sem hún fór í var hún látin takast á við þessa reynslu og vinna úr henni svo fortíðin væri ekki alltaf að banka upp á og eyðileggja edrúmennskuna. „Maður getur ekki spurt sjálfan sig alla daga hvort maður hefði átt að gera þetta öðruvísi. Þetta er búið og gert. Vissulega hugsa ég til þess hvernig ég hefði getað notað þennan tíma öðruvísi en ég hef lært að það er engin framtíð fólgin í því að dvelja við slíkar hugsanir og draumóra. Maður verður að vera í núinu, þar er allur krafturinn sem hægt er að nýta til góðs. Mikilvægast er að fyrirgefa sjálfum sér, þannig verður líka auðveldara fyrir aðra að vera innan um mann.“ Stússið og samverustundirnar í daglega lífinu gefa Karlottu meira en nokkur orð fá tjáð. Kvaddi skömmina Karlotta hefur náð að losa sig við skömmina og lítur fram á veginn. Skömmin var mest á meðan á neyslunni stóð og það var einmitt skömmin sem síðan hjálpaði henni að taka ákvörðun um að breyta lífi sínu. „Skömmin var mest á meðan ég gekk um göturnar. Fyrir rúmum tveimur árum var ég einhvers staðar á gangi og sú hugsun dettur inn í hausinn á mér að sonur minn eigi mömmu sem er útigangskona. Ég bara gat ekki gert stráknum þetta, hann átti það ekki skilið. Þetta vóg þyngst í ákvörðuninni að fara í meðferð. Ég hafði aldrei farið í meðferð á eigin forsendum áður. Ég hafði tvisvar farið í afvötnun í viku á Vogi til að róa einhverja aðra. En á þessum tímapunkti var mér alvara og enginn ýtti á mig. Ég horfðist í augu við að ef ég gerði það ekki þá væri ekkert eftir. Það var ansi ógnvekjandi.“ Um leið og Karlotta fór í meðferðina þá fann hún að fjölskyldan tók hana alvarlega og hafði trú á henni. Fyrir það er hún óendanlega þakklát. „Það er ekki sjálfgefið að maður fái að koma svona til baka. Þegar ég fór í meðferðina gerði ég ekki ráð fyrir því. Ég átti ekkert tilkall til þeirra lengur. Þau þurftu á ákveðnum tímapunkti að afskrifa mig til að geta haldið áfram með sitt líf. Þau voru hugrökk að opna upp á nýtt og þau hafa sótt svo mikið í mig. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir það, þau eru alveg einstök og svo stór partur af mínu bataferli.“ Litla fjölskyldan samankomin. Þrír ættliðir búa saman á Súðavík. Aftur orðin móðir Í meðferðinni lærði Karlotta að lifa upp á nýtt og gera litlu eðlilegu hlutina eins og að vakna á morgnana, bursta tennur, búa um rúmið og fá sér morgunmat. Það var eitthvað sem var löngu komið úr hennar daglegu rútínu. Þegar hún lauk tveggja ára meðferðarferli sínu með tilheyrandi eftirmeðferð og dvöl á áfangaheimili byrjaði hún algjörlega nýtt líf. Baklandið var fjölskyldan enda hefur hún ekki samband við neyslufélagana, en það er eina fólkið sem hún hefur haft í kringum sig í tuttugu ár. Hún flutti til Súðavíkur og byrjaði að búa með móður sinni og syni en mamma hennar er enn fósturforeldri drengsins. „Hann er enn á vegum Barnaverndar og við erum að aðlagast. Ég hefði ekki treyst mér í að taka strákinn strax, ég hefði ekkert með það að gera og það væri ósanngjarnt gagnvart mömmu og honum. Það að búa þrjú saman er ótrúlega gott fyrirkomulag. Ég er hluti af lífi barnsins míns og tek þátt í uppeldinu. Það er ólýsanlegt. Stórkostlegt. Þetta hefur verið mikil gleði og hamingja, og engir árekstrar. Strákurinn er auðvitað búinn að reyna á mig á marga vegu. Ég er búin að vera lengi í burtu og full af samviskubiti. En það má ekki, maður verður að geta staðist það. Þess vegna er ég svo þakklát að við mamma erum saman í þessu.“ Stórfjölskyldan fyir vestan. Er sátt við sjálfa sig Karlotta hefur kynnst fólkinu í Súðavík og er fjölskyldan mjög virk í bæjarsamfélaginu. Hún reynir ekki að fela sína sögu heldur talar opinskátt um fortíðina. Aftur á móti finnst henni huggulegt að halda sig svolítið til hlés. „Ég upplifði það eftir að ég kom úr meðferðinni að ég væri svo skemmd í hausnum. Ég átti erfitt með að tala og tjá mig, að mynda setningar eða finna réttu orðin. Og ég sem hafði alltaf verið svo orðheppin. Mér blöskraði alveg og dró mig í hlé. En það er heldur ekki sniðugt, maður verður að æfa sig í að tala við eðlilegt fólk. Enda gæti ég svo sannarlega verið skemmdari. Undanfarið hefur mér farið mjög fram að tala við fólk,“ segir Karlotta hlæjandi og bætir við að í raun hafi hún breyst ótrúlega mikið. „Ég var alltaf trúðurinn sem hafði hátt og lét fara mikið fyrir mér. En nú hef ég öðlast innri ró og þarf ekki alla þessa athygli sem óöryggið mitt kallaði á. Nú stefni ég á nám í menntaskólanum hér fyrir vestan og hef loksins öðlast trú á að ég geti lært eins og allir aðrir. En annars er ég ekki með stóra drauma. Ég má það ekki en ég er mjög bjartsýn og kann bara ótrúlega vel við manneskjuna sem ég er í dag. Já, ég er bara mjög sátt við sjálfa mig og finnst ég svo heppin að hafa fengið annað tækifæri með heilsuna, fjölskylduna og bara lífið sjálft.“
Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira