Ísland í þriðja sæti eftir höggleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 23:35 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Daníel Ísland stendur ágætlega að vígi eftir að keppni í höggleik lauk í 2. deild EM landsliða sem nú stendur yfir í Póllandi. Ísland endaði í þriðja sæti í höggleiknum en fjórar efstu þjóðirnar munu nú keppast um að komast upp í 1. deildina. Nú tekur við holukeppni þar sem keppt verður í bæði fjórmenningi og tvímenningi. Haraldur Franklín Magnús lék best íslensku kylfinganna í höggleiknum en hann endaði í 5.-8. sæti á einu höggi undir pari. Rúnar Arnórsson lék á einu höggi yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tveimur yfir pari. Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson léku báðir á fjórum höggum yfir pari en Axel Bóasson á níu höggum yfir pari. Ísland er á samtals níu höggum yfir pari í liðakeppninni en Noregur (-8) og Austurríki (-4) eru í efstu tveimur sætunum. Portúgal er einnig á níu höggum yfir pari og komst áfram í lokahluta mótsins. Íslenska kvennalandsliðið keppir einnig á EM landsliða en þar er keppt í einni deild. Konurnar eru í nítjánda sæti af 21 þjóð á samtals 60 höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er með bestan árangur einstaklinganna en hún lék á pari fyrstu tvo dagana og er í 13.-17. sæti. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ísland stendur ágætlega að vígi eftir að keppni í höggleik lauk í 2. deild EM landsliða sem nú stendur yfir í Póllandi. Ísland endaði í þriðja sæti í höggleiknum en fjórar efstu þjóðirnar munu nú keppast um að komast upp í 1. deildina. Nú tekur við holukeppni þar sem keppt verður í bæði fjórmenningi og tvímenningi. Haraldur Franklín Magnús lék best íslensku kylfinganna í höggleiknum en hann endaði í 5.-8. sæti á einu höggi undir pari. Rúnar Arnórsson lék á einu höggi yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tveimur yfir pari. Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson léku báðir á fjórum höggum yfir pari en Axel Bóasson á níu höggum yfir pari. Ísland er á samtals níu höggum yfir pari í liðakeppninni en Noregur (-8) og Austurríki (-4) eru í efstu tveimur sætunum. Portúgal er einnig á níu höggum yfir pari og komst áfram í lokahluta mótsins. Íslenska kvennalandsliðið keppir einnig á EM landsliða en þar er keppt í einni deild. Konurnar eru í nítjánda sæti af 21 þjóð á samtals 60 höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er með bestan árangur einstaklinganna en hún lék á pari fyrstu tvo dagana og er í 13.-17. sæti.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira