Körfubolti

Helgi Björn austur á hérað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Björn og Hafsteinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar, handsala samninginn.
Helgi Björn og Hafsteinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar, handsala samninginn. mynd/höttur
Helgi Björn Einarsson hefur gert samning við Hött um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hetti.

Helgi, sem er 26 ára, kemur frá Haukum þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Hann spilaði tæpar 20 mínútur að meðalatali í leik í vetur, skoraði 4,8 stig og tók 3,5 fráköst að meðaltali í leik.

Sjá einnig: Mirko í þriðja liðið á þremur árum

Hattarmenn, sem eru nýliðar í Domino's deildinni, hafa verið duglegir að styrkja sig að undanförnu en ekki er langt síðan þeir Mirko Stefán Vrijevic og Eysteinn Bjarni Ævarsson gengu til liðs við félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×