Bíó og sjónvarp

Ný Star Trek þáttaröð væntanleg í ársbyrjun 2017

Bjarki Ármannsson skrifar
Zachary Quinto (t.v.) og Chris Pine í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Star Trek árið 2009.
Zachary Quinto (t.v.) og Chris Pine í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Star Trek árið 2009.
Ný sjónvarpsþáttaröð úr heimi Star Trek mun hefja göngu sína í janúar árið 2017. Sjónvarpsstöðin CBS mun framleiða þáttaröðina og segir í tilkynningu frá stöðinni að nýjar persónur og nýir heimar verði þar kynnt til sögunnar.

Fyrsta Star Trek þáttaröðin fagnar fimmtíu ára afmæli á næsta ári en síðan þeir Kirk kafteinn og Hr. Spock birtust fyrst á sjónvarpsskjám á sjöunda áratugnum hafa fimm þáttaraðir og tólf kvikmyndir verið gerðar úr efniviði vísindaskáldskaparbálksins og notið mikilla vinsælda.

Alex Kurtzman, sem ásamt fleirum skrifaði og framleiddi síðustu tvær Star Trek kvikmyndirnar, verður aðalframleiðandi nýju þáttaraðarinnar. Þáttaröðin er sögð ótengd söguþræði kvikmyndarinnar Star Trek Beyond, sem er væntanleg sumarið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.