Íslenski boltinn

Selfyssingar sterkari á lokakaflanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmunda Brynja kom Selfyssingum á bragðið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Guðmunda Brynja kom Selfyssingum á bragðið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. vísir/anton
Tvö mörk á þriggja mínútna kafla undir lokin tryggðu Selfossi 3-1 sigur á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Selfoss er enn í 4. sæti deildarinnar, nú með 26 stig. Valur er hins vegar í 6. sætinu og hefur tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 2-12.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfossi yfir á 16. mínútu með marki af vítapunktinum en Mist Edvardsdóttir jafnaði metin níu mínútum síðar, einnig úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 84. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir kom heimakonum aftur yfir.

Það var svo jamaíski framherjinn Donna Kay Henry sem gulltryggði sigur Selfyssinga.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×