Dauðaslys í umferðinni aukist um 14% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 11:05 Bílslys á bandarískum vegi. Lægra bensínverð, efnahagsbati og meiri umferð hefur aukið tíðni dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á þessu ári. Á fyrri helmingi ársins hafa orðið 18.630 dauðaslys í umferðinni þar og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem dauðaslysum í umferðinni fjölgar. Ef þessi tíðni heldur áfram til áramóta mun þetta ár krefjast flestra mannslífa síðastliðinn áratug. Dauðaslysum hefur fjölgað um 14% frá fyrra ári og ef sú tala verður sú sama við árslok verður það mesta aukning í dauðaslysum í 69 ár. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að greint var frá 15% aukningu dauðaslysa gangandi vegfarenda og er gáleysi vegna símnotkunar kennt um þá aukningu. Aðalástæðan fyrir auknum dauðaslysum í umferðinni er talið gott efnahagsástand þar, lækkun atvinnuleysis, mikil fjárráð og ferðagleði betur stæðrar þjóðar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan árið 2008 og féll niður í 5,3% í júní. Atvinnuleysi var 5% árið 2007 og þá voru dauðaslys yfir 40.000, en hafa verið undir því allar götur síðan. Bandaríkjamenn óku 1.219 milljarða mílna á fyrstu 5 mánuðum ársins í fyrra en 1.264 milljarða mílna í ár. Það er 3,6% aukning, svo að 14% aukning í dauðaslysum skýrist ekki eingöngu af auknum akstri. Það er þekkt staðreynd að í uppgangi þjóðfélagsins aukast dauðaslys í umferðinni og það sannast líklega best með þessum tölum. Líkt og hér á landi eru mörg af þessum dauðaslysum vegna þess að ferþegar notuðu ekki bílbelti og voru 49% þeirra sem deyja inní bílum ekki með bílbeltin spennt. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent
Lægra bensínverð, efnahagsbati og meiri umferð hefur aukið tíðni dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á þessu ári. Á fyrri helmingi ársins hafa orðið 18.630 dauðaslys í umferðinni þar og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem dauðaslysum í umferðinni fjölgar. Ef þessi tíðni heldur áfram til áramóta mun þetta ár krefjast flestra mannslífa síðastliðinn áratug. Dauðaslysum hefur fjölgað um 14% frá fyrra ári og ef sú tala verður sú sama við árslok verður það mesta aukning í dauðaslysum í 69 ár. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að greint var frá 15% aukningu dauðaslysa gangandi vegfarenda og er gáleysi vegna símnotkunar kennt um þá aukningu. Aðalástæðan fyrir auknum dauðaslysum í umferðinni er talið gott efnahagsástand þar, lækkun atvinnuleysis, mikil fjárráð og ferðagleði betur stæðrar þjóðar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan árið 2008 og féll niður í 5,3% í júní. Atvinnuleysi var 5% árið 2007 og þá voru dauðaslys yfir 40.000, en hafa verið undir því allar götur síðan. Bandaríkjamenn óku 1.219 milljarða mílna á fyrstu 5 mánuðum ársins í fyrra en 1.264 milljarða mílna í ár. Það er 3,6% aukning, svo að 14% aukning í dauðaslysum skýrist ekki eingöngu af auknum akstri. Það er þekkt staðreynd að í uppgangi þjóðfélagsins aukast dauðaslys í umferðinni og það sannast líklega best með þessum tölum. Líkt og hér á landi eru mörg af þessum dauðaslysum vegna þess að ferþegar notuðu ekki bílbelti og voru 49% þeirra sem deyja inní bílum ekki með bílbeltin spennt.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent