Forstjóri Fiat ýjar að sameiningu við Ford eða GM Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 10:06 Sergio Marchionne, forstjóri Fiat-Chrysler. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, hefur látið hafa eftir sér að Fiat hafi vilja til sameiningar við annað stórt bílafyrirtæki í því augnamiði að spara við þróun og smíði nýrra bíla. Þetta sagði hann á bílasýningunni í Genf, sem nú er að lokum komin. Hann sagði ennfremur að engar alvarlegar viðræður hafi átt sér stað, en Fiat hafi ekkert á móti slíkri sameiningu. Hinn mikli kostnaður við hönnun og þróun bíla sem eru nægilega eyðslugrannir til að keppa við aðra stóra bílaframleiðendur sé minni fyrirtækjum ofviða og fátt vit sé í öðru en að sameinast öðrum framleiðanda til að standast samkeppni. Einnig segir hann að bílaframleiðendur ættu að sameinast gegn samkeppninni sem þeir gætu fengið frá fyrirtækjum eins og Apple og Google sem nú ýja að framleiðslu rafmagnsbíla og sjálfakandi bílum. Aðspurður hvort að sameining við PSA/Peugeot-Citroën sé fýsileg, sagði hann svo ekki vera og að sú sameining myndi ekki leysa nein vandamál fyrir Fiat-Chrysler. Marchionne hefur sent frá sér ýmis merki um það undanfarið að Fiat-Chrysler sé tilbúið til samninga um samruna við annað bílafyrirtæki, en hefur ekki enn látið uppi hvert það óskafyrirtæki er. Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, hefur látið hafa eftir sér að Fiat hafi vilja til sameiningar við annað stórt bílafyrirtæki í því augnamiði að spara við þróun og smíði nýrra bíla. Þetta sagði hann á bílasýningunni í Genf, sem nú er að lokum komin. Hann sagði ennfremur að engar alvarlegar viðræður hafi átt sér stað, en Fiat hafi ekkert á móti slíkri sameiningu. Hinn mikli kostnaður við hönnun og þróun bíla sem eru nægilega eyðslugrannir til að keppa við aðra stóra bílaframleiðendur sé minni fyrirtækjum ofviða og fátt vit sé í öðru en að sameinast öðrum framleiðanda til að standast samkeppni. Einnig segir hann að bílaframleiðendur ættu að sameinast gegn samkeppninni sem þeir gætu fengið frá fyrirtækjum eins og Apple og Google sem nú ýja að framleiðslu rafmagnsbíla og sjálfakandi bílum. Aðspurður hvort að sameining við PSA/Peugeot-Citroën sé fýsileg, sagði hann svo ekki vera og að sú sameining myndi ekki leysa nein vandamál fyrir Fiat-Chrysler. Marchionne hefur sent frá sér ýmis merki um það undanfarið að Fiat-Chrysler sé tilbúið til samninga um samruna við annað bílafyrirtæki, en hefur ekki enn látið uppi hvert það óskafyrirtæki er.
Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent