Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 13:39 „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að "meika það“ er bara bónus.“ Vísir/Charlies/GVA „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“ Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“
Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp