Á Siver möguleika gegn McGregor? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 16:00 Conor McGregor á opinni æfingu í vikunni. Vísir/Getty Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Sjá meira
Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Sjá meira
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00