Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2015 12:00 Gott hlutfall hefur verið af tveggja ára laxi í Þverá það sem af er sumri Landssamband Veiðifélaga uppfærði listann yfir veiðina í laxveiðiánum í gærkvöldi og veiðin er víða góð. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar það sem af er sumri með 295 laxa sem er mjög góð byrjun í ánni og þar sem besti tíminn er framundan er óhætt að reikna með að sumarið í henni verði gott en aukinn kraftur er kominn í göngurnar á svæðið og þar sem áin er í kjörvatni fer laxinn hratt upp. Góður gangur hefur líka verið í Blöndu og veiðin í henni er komin í 263 laxa og er hlutfallið af stórlaxi eins og venjulega sérstaklega gott. Aðrar ár sem áttu góða viku er t.d. Ytri Rangá sem er komin í 107 laxa á aðeins 5 dögum en þetta er besta opnun í ánni frá upphafi. Annars fer veiðin mjög víða heldur hægt af stað en líklega skýring á því er hve seint stóri straumurinn er á ferðinni en hann er í fyrramálið 2. júlí rúmlega viku seinna en venjulegt er. Það er þess vegna áhugavert að sjá hvað næstu dagar á eftir þessum straum skila miklum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Landssamband Veiðifélaga uppfærði listann yfir veiðina í laxveiðiánum í gærkvöldi og veiðin er víða góð. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar það sem af er sumri með 295 laxa sem er mjög góð byrjun í ánni og þar sem besti tíminn er framundan er óhætt að reikna með að sumarið í henni verði gott en aukinn kraftur er kominn í göngurnar á svæðið og þar sem áin er í kjörvatni fer laxinn hratt upp. Góður gangur hefur líka verið í Blöndu og veiðin í henni er komin í 263 laxa og er hlutfallið af stórlaxi eins og venjulega sérstaklega gott. Aðrar ár sem áttu góða viku er t.d. Ytri Rangá sem er komin í 107 laxa á aðeins 5 dögum en þetta er besta opnun í ánni frá upphafi. Annars fer veiðin mjög víða heldur hægt af stað en líklega skýring á því er hve seint stóri straumurinn er á ferðinni en hann er í fyrramálið 2. júlí rúmlega viku seinna en venjulegt er. Það er þess vegna áhugavert að sjá hvað næstu dagar á eftir þessum straum skila miklum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði