Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2015 12:00 Gott hlutfall hefur verið af tveggja ára laxi í Þverá það sem af er sumri Landssamband Veiðifélaga uppfærði listann yfir veiðina í laxveiðiánum í gærkvöldi og veiðin er víða góð. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar það sem af er sumri með 295 laxa sem er mjög góð byrjun í ánni og þar sem besti tíminn er framundan er óhætt að reikna með að sumarið í henni verði gott en aukinn kraftur er kominn í göngurnar á svæðið og þar sem áin er í kjörvatni fer laxinn hratt upp. Góður gangur hefur líka verið í Blöndu og veiðin í henni er komin í 263 laxa og er hlutfallið af stórlaxi eins og venjulega sérstaklega gott. Aðrar ár sem áttu góða viku er t.d. Ytri Rangá sem er komin í 107 laxa á aðeins 5 dögum en þetta er besta opnun í ánni frá upphafi. Annars fer veiðin mjög víða heldur hægt af stað en líklega skýring á því er hve seint stóri straumurinn er á ferðinni en hann er í fyrramálið 2. júlí rúmlega viku seinna en venjulegt er. Það er þess vegna áhugavert að sjá hvað næstu dagar á eftir þessum straum skila miklum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Landssamband Veiðifélaga uppfærði listann yfir veiðina í laxveiðiánum í gærkvöldi og veiðin er víða góð. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar það sem af er sumri með 295 laxa sem er mjög góð byrjun í ánni og þar sem besti tíminn er framundan er óhætt að reikna með að sumarið í henni verði gott en aukinn kraftur er kominn í göngurnar á svæðið og þar sem áin er í kjörvatni fer laxinn hratt upp. Góður gangur hefur líka verið í Blöndu og veiðin í henni er komin í 263 laxa og er hlutfallið af stórlaxi eins og venjulega sérstaklega gott. Aðrar ár sem áttu góða viku er t.d. Ytri Rangá sem er komin í 107 laxa á aðeins 5 dögum en þetta er besta opnun í ánni frá upphafi. Annars fer veiðin mjög víða heldur hægt af stað en líklega skýring á því er hve seint stóri straumurinn er á ferðinni en hann er í fyrramálið 2. júlí rúmlega viku seinna en venjulegt er. Það er þess vegna áhugavert að sjá hvað næstu dagar á eftir þessum straum skila miklum laxi í árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði