Lífið

Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim

Umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Alda Women vekur mikla athygli erlendra miðla.
Umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Alda Women vekur mikla athygli erlendra miðla.
Það er óhætt að segja að umfjöllun í nýjasta tölublaði íslenska Glamour um Ingu Eiríksdóttur og Alda Women hafi vakið athygli. 

Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika. 

Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum.

Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Hópurinn hefur hrist rækilega upp í tískuheiminum og til að mynda bönnuðu nýlega Frakkar með lögum notkun á of grönnum fyrirsætum svo eitthvað sé nefnt. 



Ashley GrahamMynd/Silja Magg
US Magazine fjallar sérstaklega um fyrirsætuna Ashley Graham en hún er einna þekktust vestanhafs í Alda Women-hópnum en hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Sport Illustrated, í febrúar á þessu ári, og þótti það marka tímamót hjá tímaritinu fræga. 

Glamour/Silja Magg


Myndirnar hennar Silju hafa sérstaklega vakið athygli en þar er meðal annars að finna mynd þar sem fyrirsæturnar sýna bera bossana, dansandi á húsþaki í New York. Neðar í fréttinni má finna myndband sem var tekið baksviðs í tökunum á dögunum. 

Hér má lesa sýnishorn úr viðtalinu við Ingu sem má finna í heild sinn ásamt öllum myndunum í nýjasta Glamour, sem komið er í allar helstu verslanir. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.