Viðskipti innlent

Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm
Kaffitár ehf. hefur leitað til Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og krafist aðfarar til fullnustu úrskurðar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli sínu gegn ISAVIA til þess að fá afhent gögn frá ISAVIA vegna opinberrar samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ISAVIA hefur neitað að afhenda gögnin.

Í fréttatilkynningu frá Kaffitár segir að „neitun Isavia á því að afhenda gögnin er ólögmæt og fyrirhuguð málshöfðun án lagaheimildar. Kaffitári er því nauðugur sá kostur að óska aðstoðar sýslumanns við að fá gögnin afhent. Í samræmi við 3. mgr. 23. greinar upplýsingalaga hefur Kaffitár leitað til Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og krafist afhendingar gagnanna með aðför.“

Kaffitár var eitt þeirra fyrirtækja sem gerði tilboð í veitingarými í flugstöðinni en fékk ekki. Fyrirtækin Joe and the Juice og Segafredo hrepptu rýmið og krafðist Kaffitár þess að fá að sjá niðurstöður og rökstuðning Isavia fyrir því að velja þessi fyrirtæki fram yfir önnur. Isavia neitaði að afhenda gögnin og fór svo að Kaffitár fór með málið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda henni þessi gögn.

Fram hefur komið að ISAVIA ætli sér að höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×