Lífið

Chris Brown fær mögulega ekki að halda tónleika í Ástralíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Brown og Pitbull.
Chris Brown og Pitbull. Vísir/AFP
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ákveðið að verja tæplega sex milljörðum í baráttunni gegn heimilisofbeldi gegn konum.

Þetta gæti haft áhrif á komu Chris Brown til landsins en hann kemur fram í fjórgang í Ástralíu í desember, en Brown var árið 2009 dæmdur fyrir líkamsárás, þegar hann beitti þáverandi unnustu sína, söngkonunni Rihönnu alavarlegu ofbeldi.

Mögulega verður Brown stöðvaður á flugvellinum við komuna til landsins vegna sögu hans um heimilisofbeldi.

„Fólk verður að átta sig á því að ef það dæmt fyrir heimilisofbeldi og vill síðan ferðast um heiminn að þá er möguleiki á því að ákveðin lönd vilji einfaldlega ekki taka á móti þeim,“ segir  Michaelia Cash ráðherra í Ástralíu.

Brown mun koma fram í Perth, Melbourne, Sydney og Brisbane frá 9. desember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×