Rory kominn í efsta sæti heimslistans á ný | Day blandar sér í baráttuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 17:45 McIlroy á PGA-meistaramótinu. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira