Stjörnukonur geta mætt bæði Söru Björk og Katrínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 06:30 Francielle Manoel Alberto hefur komið sterk inn í Stjörnuliðið. vísir/andri marinó Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira