Þetta staðfesti Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, við fréttastofu 365 rétt í þessu. Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn færi fram á morgun.
Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið en þau berjast á sitt hvorum enda töflunnar.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram á mánudaginn en honum var frestað vegna þátttöku KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins.
Við gátum ekki lent í eyjum útaf þoku. Back in Reykjavik! #nogame pic.twitter.com/PS64mHV395
— Hólmbert Friðjónsson (@holmbert) August 20, 2015