Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:23 Menn voru kátir í Hörpunni í dag þar sem skrifað var undir samninginn. Á myndinni eru frá vinstri: Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company fyrir miðju, Sandeep Walia fyrir hönd Marriott hótelanna og fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson. Vísir/Vilhelm Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina. Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina.
Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira