Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:23 Menn voru kátir í Hörpunni í dag þar sem skrifað var undir samninginn. Á myndinni eru frá vinstri: Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company fyrir miðju, Sandeep Walia fyrir hönd Marriott hótelanna og fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson. Vísir/Vilhelm Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. Skrifað var undir samning þess efnis í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í dag. Í fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðs hótels kemur fram að reiknað sé með að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári. Áður var reiknað með að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Er fullyrt að hótel á staðnum muni bjóða upp á einstaka upplifun og um leið efla svæðið í kring. Ýmsir aðilar koma að samningaferlinu. Arion banki hefur komið að þáttum er snúa að lánsfjármögnun og átt frumkvæði að aðkomu fjárfesta sem leiða munu verkefnið. Þeir eru Eggert Dagbjartsson og Cartpenter&Co.Um er að ræða lúxus útgáfu af Marriott hótelunum.Mikla reynslu af alþjóðlegum hótelkeðjum „Við höfum lagt ríka áherslu á að fá að þessu verkefni hæfa og reynda aðila og fundum þá í Carpenter & Company og Eggert Dagbjartsson sem koma að borðinu með mikla reynslu af hótelverkefnum í Norður-Ameríku í samstarfi við alþjóðlegar hótelkeðjur,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann segir samninginn til vitnis um að verkefnið sé komið í góðan farveg. „Það er mikilvægt að á þessum góða stað í höfuðborginni verði að öllu leyti vel að verki staðið og höfum við fundið til ábyrgðar hvað það varðar. Því er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi.Fréttablaðið/ValliÍtrustu kröfur um útlit hafðar í huga við hönnun Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter & Co í verkefninu. Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður segir að Carpenter & Co. hafi lagt mikla vinnu í verkefnið og að góður áfangi sé að samningar hafi náðst um kaupin og aðkomu Marriott. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag og halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Mannvits, fagnar samningnum og segir stofnuna hlakka til áframhaldandi vinnu. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK, er sama sinnis. Hann segir að ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verði hafðar í huga við hönnunina.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira