BMW X7 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 13:54 Mun BMW X7 líta svona út? Spænski bílavefurinn Motor.se telja sig hafa upplýsingar um smíði BMW á stórum jeppa sem fá mun nafnið X7 og er talsvert stærri en núverandi X5 jeppi. Hermt er að BMW hafi unnið að þróun þessa jeppa, samhiða jeppa frá Rolls Royce, í tvö ár. Þessi nýi X7 mun fá sama undirvagn og nýi BMW 7-línu fólksbíllinn sem kynntur verður til leiks seinna á þessu ári. Rolls Royce jeppinn fær hinsvegar eigin undirvagn úr áli. Engu að síður verður margt sameiginlegt í X7 jeppanum og nýja jeppa Rolls Royce. Vélbúnaðurinn í X7 verður að mestu leiti sá sami og í X5 jeppanum, en þó verður einnig í boði 6,0 lítra V12 vélin sem finna má í BMW 760i fólksbílnum. BMW X7 verður í boði með 4,4 lítra V8 vél og svo mun hann einnig fást sem tvinntengilbíll, líkt og komandi BMW X5 xDrive40e PHEV. Innréttingin í nýjum X7 á að slá út glæsta innréttinguna í BMW 7-línunni og íburðurinn því í hæstu hæðum. Lítið er að frétta af verði því sem þessi nýi jeppi veður boðinn á en talið víst að hann verði ekki í boði undir 60.000 dollurum í Bandaríkjunum, en þar kostar X5 jeppinn nú í sinni ódýrustu útfærslu 53.700 dollara. Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent
Spænski bílavefurinn Motor.se telja sig hafa upplýsingar um smíði BMW á stórum jeppa sem fá mun nafnið X7 og er talsvert stærri en núverandi X5 jeppi. Hermt er að BMW hafi unnið að þróun þessa jeppa, samhiða jeppa frá Rolls Royce, í tvö ár. Þessi nýi X7 mun fá sama undirvagn og nýi BMW 7-línu fólksbíllinn sem kynntur verður til leiks seinna á þessu ári. Rolls Royce jeppinn fær hinsvegar eigin undirvagn úr áli. Engu að síður verður margt sameiginlegt í X7 jeppanum og nýja jeppa Rolls Royce. Vélbúnaðurinn í X7 verður að mestu leiti sá sami og í X5 jeppanum, en þó verður einnig í boði 6,0 lítra V12 vélin sem finna má í BMW 760i fólksbílnum. BMW X7 verður í boði með 4,4 lítra V8 vél og svo mun hann einnig fást sem tvinntengilbíll, líkt og komandi BMW X5 xDrive40e PHEV. Innréttingin í nýjum X7 á að slá út glæsta innréttinguna í BMW 7-línunni og íburðurinn því í hæstu hæðum. Lítið er að frétta af verði því sem þessi nýi jeppi veður boðinn á en talið víst að hann verði ekki í boði undir 60.000 dollurum í Bandaríkjunum, en þar kostar X5 jeppinn nú í sinni ódýrustu útfærslu 53.700 dollara.
Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent