Íslensk dagskrárgerð Jón Gnarr skrifar 25. júlí 2015 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á innlendri dagskrárgerð. Sjónvarp hefur verið mér ástríða. Mér finnst fátt skemmtilegra en fá að vinna við sjónvarp og útvarp og fá að hrærast í þeim heimi. Mér hefur yfirleitt tekist vel upp í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá yfirleitt í góðu samstarfi við aðra. Ég er meiri sjónvarpsmaður heldur en kvikmyndaáhugamaður. En ég hef líka alltaf lesið frekar mikið. Ég held að menningarlegt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann sé jafnmikið og Íslendingasögur voru fyrir fornöldina. Íslenskar bókmenntir hafa gegnt lykilhlutverki í sögu og menningu þessarar þjóðar. Mér finnst að sjónvarpið eigi að standa þar jafnfætis og kjarni íslenskra miðla eigi að vera innlend framleiðsla, eftir efnum og aðstæðum og það sem dýrmætast er; vandað, leikið og íslenskt sjónvarpsefni. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á tímum þegar bókalestur fer minnkandi, sérstaklega hjá ungu fólki. Íslensk dagskrárgerð á að veita okkur sjálfum betri innsýn inní það samfélag sem við búum í og okkur sjálf um leið, hver við erum og hvaðan við komum. Við föngum og varðveitum blæbrigði hversdagsleikans. Á sama tíma búum við til heimildir um okkar samtíma fyrir kynslóðir framtíðarinnar að skoða svo þær geti skilið okkur betur og sjálfar sig um leið og undirbúið sig svo undir sína framtíð. Við erum jú öll afurð fortíðarinnar.Að kubba setningar Manneskja sem lifir í dag þarf að taka inn umtalsvert meira af upplýsingum en manneskja sem var uppi fyrir hundrað árum. Þetta mikla magn upplýsinga getur orðið ansi þurrt og yfirþyrmandi. Það er hlutverk þeirra sem starfa að innlendri dagskrárgerð að taka þessar upplýsingar, setja þær í samhengi og raða þeim saman á aðgengilegan og áhugaverðan hátt. Við styðjumst við myndræna framsetningu í auknu mæli. Aðalatriðið er samt tungumálið. Íslenskt mál er hornsteinn íslenskrar menningar. Þegar við glötum orði þá tínum við ekki bara því heldur allri sögu þess og vitum ekkert um öll skiptin sem það var notað. Kunnátta í tungumálinu er því lykilatriði í því hvernig okkur gengur í lífinu. Frumhugsun eða hugmynd getur verið myndræn. Hún er oft loðin og óljós en skýrist þegar hún er sett í orð. Það má líkja tungumálinu við legókubba þar sem hver stafur eða orð er mismunandi kubbur. Hugmynd eða minning er einsog mynd af einhverju módeli. En við getum ekki kubbað það ef við erum ekki með réttu kubbana. Því fleiri kubba sem vantar því erfiðara verður það. Það verður svekkjandi og leiðinlegt og við líklegri til að gefast upp og fara að leika okkur með eitthvað annað. Og þá þurfum við hvatningu og uppörvun frá umhverfinu. Og það er ekki á ábyrgð LEGO eða ríkisins eða mesta bjánans sem við getum fundið úr röðum stjórnmálamanna. Þetta er okkar ábyrgð.Saga Við höfum tilhneigingu til að skipta hlutum í mikilvæga og ómikilvæga í hlutfalli við alvöru og glens. Allt sem er leiðinlegt og erfitt er gott og uppbyggilegt á meðan það sem er skemmtilegt og leikrænt er ekki gott og líklegra til spillingar og úrkynjunar en uppbyggingar. Samkvæmt þessu gildismati eru bækur í eðli sínu góðar en sjónvarp í eðli sínu slæmt. Þessu hef ég aldrei verið sammála. Og ég held að með starfi mínu hafi ég átt þátt í að breyta þessu hugarfari. Ég held að bæði hafi sitthvað mikilvægt fram að færa en bara á ólíkan hátt. Ég held að lykillinn að farsælli framtíð okkar sé í sjónvarpinu. Og ég held að okkur takist best upp með því að reyna að sameina þetta tvennt; upplýsingar og skemmtun. Hvernig munu komandi kynslóðir dæma okkur sem nú erum til? Hvað verða okkar tímar kallaðir í sögubókum framtíðarinnar? Hvað lögðum við að mörkum til að viðhalda menningu okkar og tungu? Hvað verður kaflinn 2000-2020 kallaður í kennslubókum framtíðarinnar? Það verður örugglega eitthvað talað um Hrunið. Og Eyjafjallajökul. Viljum við ekki láta minnst okkar sem fólks sem gekk í gegnum hremmingar og harðindi en bar sig alltaf vel, horfðist í augu við raunveruleikann en gerði grín að honum um leið og talaði sig í gegnum erfiðleika? Hefur það ekki alltaf verið hin íslenska leið að reyna að segja góða sögu? Ég held meira að segja að sjálft orðið “Saga” sé okkar helsta framlag til heimstungumálsins. Og ég vona að okkar saga verði ekki sögð með barlómi og röfli heldur með sjálfstrausti og gleði. Og ég held að hún verði sögð í sjónvarpi og í vandaðri Íslenskri dagskrárgerð. Dauðinn hefur mörg stig. Enginn er alveg dauður fyrren eftir að nafnið hans er sagt í síðasta sinn. Orð deyja í þögn. Íslenskan getur bara dáið ef hún er látin í friði. Og útförin mun fara fram í kyrrþey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á innlendri dagskrárgerð. Sjónvarp hefur verið mér ástríða. Mér finnst fátt skemmtilegra en fá að vinna við sjónvarp og útvarp og fá að hrærast í þeim heimi. Mér hefur yfirleitt tekist vel upp í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá yfirleitt í góðu samstarfi við aðra. Ég er meiri sjónvarpsmaður heldur en kvikmyndaáhugamaður. En ég hef líka alltaf lesið frekar mikið. Ég held að menningarlegt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann sé jafnmikið og Íslendingasögur voru fyrir fornöldina. Íslenskar bókmenntir hafa gegnt lykilhlutverki í sögu og menningu þessarar þjóðar. Mér finnst að sjónvarpið eigi að standa þar jafnfætis og kjarni íslenskra miðla eigi að vera innlend framleiðsla, eftir efnum og aðstæðum og það sem dýrmætast er; vandað, leikið og íslenskt sjónvarpsefni. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á tímum þegar bókalestur fer minnkandi, sérstaklega hjá ungu fólki. Íslensk dagskrárgerð á að veita okkur sjálfum betri innsýn inní það samfélag sem við búum í og okkur sjálf um leið, hver við erum og hvaðan við komum. Við föngum og varðveitum blæbrigði hversdagsleikans. Á sama tíma búum við til heimildir um okkar samtíma fyrir kynslóðir framtíðarinnar að skoða svo þær geti skilið okkur betur og sjálfar sig um leið og undirbúið sig svo undir sína framtíð. Við erum jú öll afurð fortíðarinnar.Að kubba setningar Manneskja sem lifir í dag þarf að taka inn umtalsvert meira af upplýsingum en manneskja sem var uppi fyrir hundrað árum. Þetta mikla magn upplýsinga getur orðið ansi þurrt og yfirþyrmandi. Það er hlutverk þeirra sem starfa að innlendri dagskrárgerð að taka þessar upplýsingar, setja þær í samhengi og raða þeim saman á aðgengilegan og áhugaverðan hátt. Við styðjumst við myndræna framsetningu í auknu mæli. Aðalatriðið er samt tungumálið. Íslenskt mál er hornsteinn íslenskrar menningar. Þegar við glötum orði þá tínum við ekki bara því heldur allri sögu þess og vitum ekkert um öll skiptin sem það var notað. Kunnátta í tungumálinu er því lykilatriði í því hvernig okkur gengur í lífinu. Frumhugsun eða hugmynd getur verið myndræn. Hún er oft loðin og óljós en skýrist þegar hún er sett í orð. Það má líkja tungumálinu við legókubba þar sem hver stafur eða orð er mismunandi kubbur. Hugmynd eða minning er einsog mynd af einhverju módeli. En við getum ekki kubbað það ef við erum ekki með réttu kubbana. Því fleiri kubba sem vantar því erfiðara verður það. Það verður svekkjandi og leiðinlegt og við líklegri til að gefast upp og fara að leika okkur með eitthvað annað. Og þá þurfum við hvatningu og uppörvun frá umhverfinu. Og það er ekki á ábyrgð LEGO eða ríkisins eða mesta bjánans sem við getum fundið úr röðum stjórnmálamanna. Þetta er okkar ábyrgð.Saga Við höfum tilhneigingu til að skipta hlutum í mikilvæga og ómikilvæga í hlutfalli við alvöru og glens. Allt sem er leiðinlegt og erfitt er gott og uppbyggilegt á meðan það sem er skemmtilegt og leikrænt er ekki gott og líklegra til spillingar og úrkynjunar en uppbyggingar. Samkvæmt þessu gildismati eru bækur í eðli sínu góðar en sjónvarp í eðli sínu slæmt. Þessu hef ég aldrei verið sammála. Og ég held að með starfi mínu hafi ég átt þátt í að breyta þessu hugarfari. Ég held að bæði hafi sitthvað mikilvægt fram að færa en bara á ólíkan hátt. Ég held að lykillinn að farsælli framtíð okkar sé í sjónvarpinu. Og ég held að okkur takist best upp með því að reyna að sameina þetta tvennt; upplýsingar og skemmtun. Hvernig munu komandi kynslóðir dæma okkur sem nú erum til? Hvað verða okkar tímar kallaðir í sögubókum framtíðarinnar? Hvað lögðum við að mörkum til að viðhalda menningu okkar og tungu? Hvað verður kaflinn 2000-2020 kallaður í kennslubókum framtíðarinnar? Það verður örugglega eitthvað talað um Hrunið. Og Eyjafjallajökul. Viljum við ekki láta minnst okkar sem fólks sem gekk í gegnum hremmingar og harðindi en bar sig alltaf vel, horfðist í augu við raunveruleikann en gerði grín að honum um leið og talaði sig í gegnum erfiðleika? Hefur það ekki alltaf verið hin íslenska leið að reyna að segja góða sögu? Ég held meira að segja að sjálft orðið “Saga” sé okkar helsta framlag til heimstungumálsins. Og ég vona að okkar saga verði ekki sögð með barlómi og röfli heldur með sjálfstrausti og gleði. Og ég held að hún verði sögð í sjónvarpi og í vandaðri Íslenskri dagskrárgerð. Dauðinn hefur mörg stig. Enginn er alveg dauður fyrren eftir að nafnið hans er sagt í síðasta sinn. Orð deyja í þögn. Íslenskan getur bara dáið ef hún er látin í friði. Og útförin mun fara fram í kyrrþey.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun