Lífið

Hver er hinn heimsfrægi íslenski hrakfallabálkur?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fallið og fararheillin.
Fallið og fararheillin. skjáskot
Þrátt fyrir að vera fámenn höfum við Íslendingar einstakt lag á að vekja athygli á okkur úti í hinum stóra heimi.

Oftast er það þó á heilbrigðari forsendum en Íslendingurinn sem ætlaði sér að klifra upp á loftræstirör á dögunum. Það tókst ekki betur en svo að undirstaðan gaf sig með þeim afleiðingum að hann féll harkalega til jarðar.

Þessar hrakfarir seinheppna Íslendingsins náðust á myndband og má heyra hvatningarhróp félaga hans undir. „Já upp með þig!" kallar einn áhorfenda skömmu áður en allt fer til fjandans.

Þetta myndskeið rataði í samantekt vefsíðunnar FailArmy sem sérhæfir sig í að birta myndskeið af heppnum og óheppnum einstaklingum í hinum ýmsu aðstæðum. Tæplega 9 milljón manns eru áskrifendur að myndböndum síðunnar og þegar þetta er skrifað hafa á fjórðu milljón aðdáenda barið íslenska hrunið augum.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan en íslenska innkoman hefst þegar rúmlega 2 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar.

Ekki er greint frá því hver hinn óheppni Íslendingur er en af myndskeiðinu að dæma er hér um að ræða ungan karlmann. Ljóst er að Íslendingar hafa með þessu eignast nýjan, en nafnlausan, sendiherra sem mun bera hróður okkar víða.

Uppfært klukkan 22.50: Íslendingurinn er kominn í leitirnar og veitti Vísi viðtal um myndbandið, sem lesa má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×