Karl Berndsen allur að koma til eftir langa baráttu við krabbamein Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 20:52 Karl Berndsen er ekki dauður úr öllum æðum. Vísir Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“ Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“
Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira