Lífið

Ný auglýsing fyrir Star Wars skilur eftir stórar spurningar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Er þetta Hoth? Það vitum við ekki en við vitum hins vegar að þetta er Harrison Ford í hlutverki Han Solo.
Er þetta Hoth? Það vitum við ekki en við vitum hins vegar að þetta er Harrison Ford í hlutverki Han Solo. skjáskot
Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Star Wars: The Force Awakens rataði á netið í dag og aðdáendur myndanna eru nú þegar farnir að lesa úr henni fjölmargar vísbendingar um hvað þeir eigi í vændum.

Í auglýsingunni, hér að neðan, má til að mynda sjá Han Solo á snæviþakinni plánetu og hafa margir spurt sig hvort hér sé um að ræða Hoth sem lék stóra rullu í The Empire Strikes Back. Þá má sjá Rey kljást við Kylo Ren og nokkrar X-vængjur ráðast á óvinaherstöð. Luke er sem fyrr hvergi sjáanlegur.

Þá telja blaðamenn Radio Times að auglýsingin gefi vísbendingar um að Rey, Poe eða Finn tengist Skywalker-slektinu einhvers konar fjölskylduböndum. Það verður þó látið liggja á milli hluta hér og lesendum leyft að draga sínar eigin ályktanir.

Star Wars: The Force Awakens verður frumsýnd hér á landi um miðjan desember.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.