Lífið

Ferill James Bond á einu landakorti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
53 ár eru síðan njósnarinn spókaði sig um á ströndum Jamaíku í kvikmyndinni Dr. No.
53 ár eru síðan njósnarinn spókaði sig um á ströndum Jamaíku í kvikmyndinni Dr. No. skjáskot
Njósnarinn James Bond er ekki einungis flagari og stórdrykkjumaður heldur einnig heimsborgari. Í störfum sínum fyrir hennar hátign hefur hann þurft að ferðast heimshorna á milli allt frá því að hann tókst á við Dr. No fyrir 53 árum síðan.

Hér að neðan má sjá tilraun vefsíðunnar Vox til að henda reiður á þeim fjölmörgu utanlandsferðum sem Bond hefur lagt á sig fyrir þjóðaröryggi Bretlandseyja.

Bond hefur ekki verið þekktur fyrir að láta landafræði stöðva sig. Þannig hefur hann heimsótt hin uppdiktuðu ríki San Monique og Lýðveldið Isthmus sem ekki eru tilgreind í myndbandinu, ótrúlegt en satt. Þá er erfitt að merkja inn á landakort för njósnarans í Moonraker þegar hann fór út fyrir lofthjúp jarðarinnar. 

Þá tilgreinir Vox einnig þá staði sem bregður fyrir í myndunum án þess þó að Bond hafi komið þangað sjálfur. Til að mynda er bent á demantauppgröftinn í myndinni Diamonds are forever þó svo að njósnarinn hafi ekki, svo vitað sé til, látið sjá sig þar.

Engu að síður er þetta virðingarvert framtak hjá Vox sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þvílík Bondbrigði

Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×