Sport

Ingvar náði 4. sæti í stærstu cyclocross keppni Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Ingvar hefur keppt í hjólreiðum síðan 2011.
Ingvar hefur keppt í hjólreiðum síðan 2011.
Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Tindi hjólreiðafélagi, hafnaði í 4. sæti í Soigneur CX Cuppen, stærsta cyclocross-móti Danmerkur síðasta laugardag.

Sigurvegari í meistaraflokki var Daninn Morten Laustsen sem hjólaði hvern hring um 20 sekúndum hraðar en Ingvar, en hjólað er í hringi í tveggja kílómetra braut eins oft og keppendur ná á einni klukkustund.

Keppt var í fjórum riðlum – kvennaflokki, karlaflokki, U15 og svo meistaraflokki eða Prestige Herre, sem er riðillinn sem Ingvar keppti í. Mótið var haldið í Charlottenlund skóginum rétt norðan við Kaupmannahöfn.

Í tilkynningu segir að þátttakendur í meistaraflokki voru fimmtíu, þar á meðal voru tveir aðrir Íslendingar. Kári Brynjólfsson hafnaði í 10. sæti mótsins og Gunnar Guðnason í því 24.

Ingvar varð á dögunum fyrstur Íslendinga til að gerast atvinnuhjólreiðamaður, en hann keppir fyrir lið Kría Racing.

Í apríl mun Ingvar keppa í tveim stærstu keppnum  á hans ferli hingað til, það eru US Pro Cup í Los Angeles þann 12. apríl og Sea Otter 19. apríl.

Ingvar hefur keppt í hjólreiðum síðan 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×