Níu barna móðir á Eyrarbakka Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar 11. mars 2015 11:30 „Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld. Hildur og eiginmaður hennar Ragnar Gestsson eiga saman níu börn á aldrinum 5 mánaða til tæplega 20 ára. Þau tóku meðvitaða ákvörðun um að eignast stóra fjölskyldu eftir að hafa hitt þýskan prest og konu hans sem áttu saman 10 börn. Fljótlega eftir það hættu þau að stjórna barneignum sínum og bjóða börnin velkomin þegar þeim hentar að koma. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í sex herbergja húsi á Eyrarbakka en það var meðal annars húsnæðisverð sem varð til þess að þau festu þar kaup á fasteign. Enda þarf ýmislegt að ganga upp til að hægt sé að framfleyta ellefu manns á launum eins smíðakennara, líkt og þeim hjónum tekst að gera. „Maður þarf að læra nýtni og að sleppa hlutum sem maður leyfði sér áður,” segir Hildur meðal annars í þættinum. Yngsta dóttir hennar er 5 mánaða og Hildur segist ekki viss um hvort þau verði fleiri, en að 10 sé óneitanlega falleg tala. „Við bíðum bara spennt.”Margra barna mæður hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 í kvöld. Margra barna mæður Tengdar fréttir Notar yfir 400 bleyjur á mánuði Ósk Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Greg Eiden, eiga líklega Íslandsmet í að eignast mörg börn á skömmum tíma. 4. mars 2015 20:45 Mæðir á margra barna mæðrum Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería. 3. mars 2015 11:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld. Hildur og eiginmaður hennar Ragnar Gestsson eiga saman níu börn á aldrinum 5 mánaða til tæplega 20 ára. Þau tóku meðvitaða ákvörðun um að eignast stóra fjölskyldu eftir að hafa hitt þýskan prest og konu hans sem áttu saman 10 börn. Fljótlega eftir það hættu þau að stjórna barneignum sínum og bjóða börnin velkomin þegar þeim hentar að koma. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í sex herbergja húsi á Eyrarbakka en það var meðal annars húsnæðisverð sem varð til þess að þau festu þar kaup á fasteign. Enda þarf ýmislegt að ganga upp til að hægt sé að framfleyta ellefu manns á launum eins smíðakennara, líkt og þeim hjónum tekst að gera. „Maður þarf að læra nýtni og að sleppa hlutum sem maður leyfði sér áður,” segir Hildur meðal annars í þættinum. Yngsta dóttir hennar er 5 mánaða og Hildur segist ekki viss um hvort þau verði fleiri, en að 10 sé óneitanlega falleg tala. „Við bíðum bara spennt.”Margra barna mæður hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 í kvöld.
Margra barna mæður Tengdar fréttir Notar yfir 400 bleyjur á mánuði Ósk Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Greg Eiden, eiga líklega Íslandsmet í að eignast mörg börn á skömmum tíma. 4. mars 2015 20:45 Mæðir á margra barna mæðrum Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería. 3. mars 2015 11:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Notar yfir 400 bleyjur á mánuði Ósk Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Greg Eiden, eiga líklega Íslandsmet í að eignast mörg börn á skömmum tíma. 4. mars 2015 20:45
Mæðir á margra barna mæðrum Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería. 3. mars 2015 11:30