Stígur á svið með Snoop Dogg Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2015 10:30 Unnur Eggertsdóttir er hér ásamt dansfélögum sínum. Hluti þeirra kemur fram með henni ásamt Snoop Dogg. Mynd/Novus „Ég er að fara að sjá um danshlutann af Snoop Dogg-tónleikunum. Hann er vanur að vera með einhverjar píur uppi á sviði sem eru að dansa en frá því sem ég hef séð þá eru þetta ekkert mikið fyrirfram ákveðnar rútínur. Mig langar að breyta því,“ segir dansarinn og söngkonan Unnur Eggertsdóttir. Aðstandendur Snoopadelic-partísins með Snoop Dogg, sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 16. júlí, höfðu samband við Unni og fengu hana til þess að setja saman „dans-show“ við nokkur lög sem rapparinn ætlar að flytja. „Ég verð með fjórar aðrar stelpur með mér, við höfum allar starfað sem danskennarar og unnið mikið saman. Tvær af þeim voru með mér í Eurovisio-atriðinu mínu 2013 og svo voru þær líka í myndbandinu mínu við lagið Við stingum af,“ útskýrir Unnur.Unnur Eggertsdóttir ætlar allavega að reyna ná „selfí“ með rapparanum.vísir/ValliHún er spennt fyrir verkefninu, enda mikill aðdáandi rapparans. „Ég er gríðarlega spennt. Markmiðið er náttúrulega að hann verði svo sáttur við okkur að hann taki okkur með sér restina af túrnum,“ segir Unnur létt í lundu. Snoop Dogg ætlar að stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi í Höllinni og þeytir skífum en ætlar þó líka að rappa. „Hann ætlar allavega að rappa einhver fjögur lög sem við erum með fasta rútinu við. Það verður gaman að stíga á svið með kappanum.“ Rapparinn er vanur að hafa frekar fáklædda dansara með sér á sviðinu, ætlið þið þá að vera fáklæddar? „Það er auðvitað bara val hverrar konu hvernig hún klæðir sig. Við verðum samt meira klæddar en er kannski venjan á svona „showum“, bara því okkur finnst þægilegra að dansa þannig,“ segir Unnur. Stúlkurnar hlakka mikið til að hitta kappann. „Við verðum eitthvað baksviðs með kauða, ég þarf allavega að ná einni selfí með honum,“ bætir Unnur við og hlær. Rapparinn er vanur að hafa frekar fáklædda dansara með sér á sviðinu, ætlið þið þá að vera fáklæddar? „Það er auðvitað bara val hverrar konu hvernig hún klæðir sig. Við verðum samt meira klæddar en er kannski venjan á svona „showum“, bara því okkur finnst þægilegra að dansa þannig,“ segir Unnur.Nordicphotos/getty Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
„Ég er að fara að sjá um danshlutann af Snoop Dogg-tónleikunum. Hann er vanur að vera með einhverjar píur uppi á sviði sem eru að dansa en frá því sem ég hef séð þá eru þetta ekkert mikið fyrirfram ákveðnar rútínur. Mig langar að breyta því,“ segir dansarinn og söngkonan Unnur Eggertsdóttir. Aðstandendur Snoopadelic-partísins með Snoop Dogg, sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 16. júlí, höfðu samband við Unni og fengu hana til þess að setja saman „dans-show“ við nokkur lög sem rapparinn ætlar að flytja. „Ég verð með fjórar aðrar stelpur með mér, við höfum allar starfað sem danskennarar og unnið mikið saman. Tvær af þeim voru með mér í Eurovisio-atriðinu mínu 2013 og svo voru þær líka í myndbandinu mínu við lagið Við stingum af,“ útskýrir Unnur.Unnur Eggertsdóttir ætlar allavega að reyna ná „selfí“ með rapparanum.vísir/ValliHún er spennt fyrir verkefninu, enda mikill aðdáandi rapparans. „Ég er gríðarlega spennt. Markmiðið er náttúrulega að hann verði svo sáttur við okkur að hann taki okkur með sér restina af túrnum,“ segir Unnur létt í lundu. Snoop Dogg ætlar að stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi í Höllinni og þeytir skífum en ætlar þó líka að rappa. „Hann ætlar allavega að rappa einhver fjögur lög sem við erum með fasta rútinu við. Það verður gaman að stíga á svið með kappanum.“ Rapparinn er vanur að hafa frekar fáklædda dansara með sér á sviðinu, ætlið þið þá að vera fáklæddar? „Það er auðvitað bara val hverrar konu hvernig hún klæðir sig. Við verðum samt meira klæddar en er kannski venjan á svona „showum“, bara því okkur finnst þægilegra að dansa þannig,“ segir Unnur. Stúlkurnar hlakka mikið til að hitta kappann. „Við verðum eitthvað baksviðs með kauða, ég þarf allavega að ná einni selfí með honum,“ bætir Unnur við og hlær. Rapparinn er vanur að hafa frekar fáklædda dansara með sér á sviðinu, ætlið þið þá að vera fáklæddar? „Það er auðvitað bara val hverrar konu hvernig hún klæðir sig. Við verðum samt meira klæddar en er kannski venjan á svona „showum“, bara því okkur finnst þægilegra að dansa þannig,“ segir Unnur.Nordicphotos/getty
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira