Snýr Mazda RX-7 aftur árið 2020? Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 09:12 Mazda RX-7 var með hina sjaldgæfu rotary vél. Árið 2020 verður japanski bílaframleiðandinn Mazda 100 ára. Bílatímaritið Autocar hefur heimildir fyrir því að í tilefni þess ætli Mazda að endurvekja sportbílinn RX-7 og enn sem fyrr með rotary vél. Mazda RX-7 var framleiddur á árunum 1978 til 2002 og voru alls framleiddir 811.634 bílar. Mikið hefur gengið á hjá Mazda hvað varðar framtíð Rotary véla fyrirtækisins, en sem stendur framleiðir Mazda enga bíla með slíkum vélum, enda hafa þær þótt óhagstæðar í rekstri þrátt fyrir mikið afl þeirra úr litlu sprengirými.Vilja ekki gefast upp á rotary vélumÞeir hjá Mazda vilja þó alls ekki gefast upp á framleiðslu rotary véla, sem hefur gefið fyrirtækinu mikla sérstöðu meðal bílaframleiðenda. Árið 2009 heyrðist að Mazda ætlaði að sýna nýjan RX-7 á bílasýningunni í Tokýo það ár, en ekkert varð úr því. Það sama ár var því spáð að Mazda ætlaði að hætta framleiðslu RX8 sportbílsins til að rýma fyrir nýjum RX-7 sem yrði þá kynntur árið 2012. Árið 2010 var Mazda víst að vinna að 300 hestafla rotary vél fyrir RX-7 og átti sú vél að vera hönnuð bæði sem bensín- og dísilvél og yrði mun eyðslugrennri en fyrri rotary vélar Mazda. Þá var talað um kynningu á bílnum árið 2013.Sífellt nýjar ákvarðanirSvo heyrðist að nýr bíll Mazda með rotary vél myndi heita R-X9 og yrði byggður á sama undirvagni og MX-5 Miata. Árið 2012 komu svo þær fréttir að von væri á slíkum bíl árið 2017 og var það ári síðar borið til baka og sagt að Mazda ætlaði að hætta alveg að smíða bíla með rotary vélar. Ekki er það þó líklegt í ljósi þess að enn vinna 30 verkfræðingar hjá Mazda við þróun rotary vélar í samstarfi við háskóla í Japan. Autocar segir nú að nýr bíll komi með rotary vél á afmælisárinu 2020 og að hann verði með vélina að framan, drifið að aftan og annaðhvort vera aðeins með 2 sæti eða 2+2. Sá bíll gæti fengið eitthvert af nöfnunum RX-6, RX-7 eða RX-9. Aðeins tíminn einn leiðir í ljós hvort úr þessu verður, en Mazda virðist seint ætla að ákveða sig varðandi framtíð rotary véla hjá fyrirtækinu. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent
Árið 2020 verður japanski bílaframleiðandinn Mazda 100 ára. Bílatímaritið Autocar hefur heimildir fyrir því að í tilefni þess ætli Mazda að endurvekja sportbílinn RX-7 og enn sem fyrr með rotary vél. Mazda RX-7 var framleiddur á árunum 1978 til 2002 og voru alls framleiddir 811.634 bílar. Mikið hefur gengið á hjá Mazda hvað varðar framtíð Rotary véla fyrirtækisins, en sem stendur framleiðir Mazda enga bíla með slíkum vélum, enda hafa þær þótt óhagstæðar í rekstri þrátt fyrir mikið afl þeirra úr litlu sprengirými.Vilja ekki gefast upp á rotary vélumÞeir hjá Mazda vilja þó alls ekki gefast upp á framleiðslu rotary véla, sem hefur gefið fyrirtækinu mikla sérstöðu meðal bílaframleiðenda. Árið 2009 heyrðist að Mazda ætlaði að sýna nýjan RX-7 á bílasýningunni í Tokýo það ár, en ekkert varð úr því. Það sama ár var því spáð að Mazda ætlaði að hætta framleiðslu RX8 sportbílsins til að rýma fyrir nýjum RX-7 sem yrði þá kynntur árið 2012. Árið 2010 var Mazda víst að vinna að 300 hestafla rotary vél fyrir RX-7 og átti sú vél að vera hönnuð bæði sem bensín- og dísilvél og yrði mun eyðslugrennri en fyrri rotary vélar Mazda. Þá var talað um kynningu á bílnum árið 2013.Sífellt nýjar ákvarðanirSvo heyrðist að nýr bíll Mazda með rotary vél myndi heita R-X9 og yrði byggður á sama undirvagni og MX-5 Miata. Árið 2012 komu svo þær fréttir að von væri á slíkum bíl árið 2017 og var það ári síðar borið til baka og sagt að Mazda ætlaði að hætta alveg að smíða bíla með rotary vélar. Ekki er það þó líklegt í ljósi þess að enn vinna 30 verkfræðingar hjá Mazda við þróun rotary vélar í samstarfi við háskóla í Japan. Autocar segir nú að nýr bíll komi með rotary vél á afmælisárinu 2020 og að hann verði með vélina að framan, drifið að aftan og annaðhvort vera aðeins með 2 sæti eða 2+2. Sá bíll gæti fengið eitthvert af nöfnunum RX-6, RX-7 eða RX-9. Aðeins tíminn einn leiðir í ljós hvort úr þessu verður, en Mazda virðist seint ætla að ákveða sig varðandi framtíð rotary véla hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent