Jeppar og jepplingar meira en helmingur nýrra bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:52 Cadillac Escalade er einn þeirra jeppa sem selst vel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent