Eitt kaldasta veiðivor í áratugi Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2015 12:28 Maiveiði við fjallavatn í fyrra. Vatnið er ísilagt í ár á sama tíma upp á dag. Mynd: EMK Veiðimenn eru nú öllu vanir á Íslandi svo kaldur apríl er ekki eitthvað sem menn kippa sér mikið upp við en kaldur maí og kuldatíð sem er spáð næstu viku hið minnsta er annað mál. Í langtímaspám er ekki útlit fyrir tveggja stafa tölur fyrr en síðustu vikuna í maí í fyrsta lagi og það verður að teljast heldur súrt. Veiðin er ennþá langt á eftir áætlun ef má kalla því staðan í vötnunum á suður og vesturlandi er eins og hún er oft í byrjun apríl og fyrir norðan er víða ennþá vetrarríki við árnar og vötnin sem sum eru ennþá ísi lögð. Það hefur þess vegna verið afar lítið að frétta af veiði flesta dagana frá opnun tímabils og veiðimenn sem hafa verið duglegir að fara t.d. uppá Elliðavatn hafa fæstir orðið varir þrátt fyrir drjúga ástundun. Inná milli koma svo þeir sem þekkja vötnin eins og lófann á sér og þeir fá alltaf eitthvað en hingað til hafa fáir lent í mikilli veiði. Sem betur fer eru undantekningar og Veiðivísir hefur gert mörgum af þessum veiðiferðum skil og það gerum við auðvitað áfram og vonum að hlýindin sem eru í kortunum komi veiðinni almennilega af stað. Veiðimenn sem eru við Þingvallavatn þessa dagana eru orðnir heldur vonlitlir eftir stórum urriðum en veiðin er mun minni en hún var í fyrra. Ekki er það fiskleysi að kenna heldur köldu vatninu. Einn og einn stórurriði er þó að koma á land en á sama tíma í fyrra voru veiðimenn við bestu staðina að ná 4-5 fiskum yfir daginn. Veiðimaður sem við spjölluðum við í morgun segist hættur í vatninu í bili og ætlar ekki að mæta aftur fyrr en hlýnar. Hann hefur verið 2-3 daga í viku frá opnun og náð einum stórum urriða. Nú er þetta bara komið gott og hann bíður átekta eftir bleikjunni sem mætir með hækkandi sól og hlýnandi vatni í sumar. "Ef það kemur sumar" bætti hann við. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Veiðimenn eru nú öllu vanir á Íslandi svo kaldur apríl er ekki eitthvað sem menn kippa sér mikið upp við en kaldur maí og kuldatíð sem er spáð næstu viku hið minnsta er annað mál. Í langtímaspám er ekki útlit fyrir tveggja stafa tölur fyrr en síðustu vikuna í maí í fyrsta lagi og það verður að teljast heldur súrt. Veiðin er ennþá langt á eftir áætlun ef má kalla því staðan í vötnunum á suður og vesturlandi er eins og hún er oft í byrjun apríl og fyrir norðan er víða ennþá vetrarríki við árnar og vötnin sem sum eru ennþá ísi lögð. Það hefur þess vegna verið afar lítið að frétta af veiði flesta dagana frá opnun tímabils og veiðimenn sem hafa verið duglegir að fara t.d. uppá Elliðavatn hafa fæstir orðið varir þrátt fyrir drjúga ástundun. Inná milli koma svo þeir sem þekkja vötnin eins og lófann á sér og þeir fá alltaf eitthvað en hingað til hafa fáir lent í mikilli veiði. Sem betur fer eru undantekningar og Veiðivísir hefur gert mörgum af þessum veiðiferðum skil og það gerum við auðvitað áfram og vonum að hlýindin sem eru í kortunum komi veiðinni almennilega af stað. Veiðimenn sem eru við Þingvallavatn þessa dagana eru orðnir heldur vonlitlir eftir stórum urriðum en veiðin er mun minni en hún var í fyrra. Ekki er það fiskleysi að kenna heldur köldu vatninu. Einn og einn stórurriði er þó að koma á land en á sama tíma í fyrra voru veiðimenn við bestu staðina að ná 4-5 fiskum yfir daginn. Veiðimaður sem við spjölluðum við í morgun segist hættur í vatninu í bili og ætlar ekki að mæta aftur fyrr en hlýnar. Hann hefur verið 2-3 daga í viku frá opnun og náð einum stórum urriða. Nú er þetta bara komið gott og hann bíður átekta eftir bleikjunni sem mætir með hækkandi sól og hlýnandi vatni í sumar. "Ef það kemur sumar" bætti hann við.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði