Lífið

Dansandi lögga bolar sig með Channing Tatum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan telur ástæðu til þess að benda á að Channing Tatum er maðurinn hægra megin á myndinni.
Lögreglan telur ástæðu til þess að benda á að Channing Tatum er maðurinn hægra megin á myndinni.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt mynd af lögreglumanninum Zeko með bandaríska leikaranum Channing Tatum sem mættur er hingað til lands til að skoða jökla.

Zeko, sem heitir réttu nafni Zvezdan Smári Dragojlovic og starfar á Keflavíkurflugvelli, rataði í fréttirnar fyrr á árinu þegar lögreglan birti mynd af honum dansandi við lagið Happy með Pharrell Williams í Leifsstöð.

Í færslu lögregunnar segir að sagan segi að Tatum hafi komið til Íslands til þess að læra að dansa hjá Zeko. Líklegast er þó best að taka þeirri sögu með ákveðnum fyrirvara.

Lögreglan telur ástæðu til þess að benda á að Tatum er maðurinn hægra megin á myndinni.

Sagan segir að leikarinn heimsþekkti Channing Tatum hafi komið til landsins í dag til þess að læra að dansa hjá Zeko, lö...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Monday, 11 May 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×