Raddþjálfi Michaels Jackson og Beyonce kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Robin D hefur þjálfað stórstjörnur um heim allan. „Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum. Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
„Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum.
Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira