Útlendingapössun á börum borgarinnar Guðrún Ansnes skrifar 1. maí 2015 07:30 Unnar lagar þjónustu sína að þörfum viðskiptavina, með skrautlegum afleiðingum. Vísir/Ernir „Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
„Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira