Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2016 13:36 Þrívíddarmynd af því hvernig mathöllin mun hugsanlega líta út. mynd/trípóli arkitektúr Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr
Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00
Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13
Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00