Hraðskreiðasti tvinnbíll heims er frá Koenigsegg Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 09:48 Koenigsegg Regera er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða. Autoblog Margir ofurbílar verða til sýnis á bílasýningunni í Genf sem hófst í dag. Mikla athygli vekur Bugatti Chiron bíllinn með sín 1.478 hestöfl en ef til vill mun þessi 1.500 hestafla Koenigsegg Regera tvinnbíll vekja enn meiri athygli. Hann er reyndar seinni í hundraðið en Bugatti bíllinn, eða 2,8 sekúndur á móti 2,5 sekúndum Bugatti bílsins og örlítið seinni í 200, eða 6,6 á móti 6,5 sekúndum. Hann er þó mun sneggri í 300, eða 10,9 sekúndur á móti 13,5 Bugatti bílsins. Það sem meira er, hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða sem er algjörlega fáheyrð hröðun. Ástæða þess er hve léttur hann er, en hann vegur um 450 kílóum minna en Bugatti bíllinn. Koenigsegg er líka að sýna Agera Final Series í Genf. Sá bíll sem sýndur er nú ber nafnið One of 1 og skal ekki rugla saman við fyrri bíl Koenigsegg, One:1, þó svo þessi nýi bíll sé einmitt byggður á honum. Þessi bíll er 1.360 hestöfl með V8 vél og tvær forþjöppur. Hann vegur aðeins 1.380 kíló og er ári snöggur , rétt eins og allir bílar Koenigsegg. Ekki kemur fram hvað þessir tveir bílar sem Koenigsegg sýnir nú í Genf muni kosta, en víst er að það er mikið. Þess má geta að eigandi Koenigsegg, Christian von Koenigsegg er giftur íslenskri konu að nafni Halldóra Tryggvadóttir. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Margir ofurbílar verða til sýnis á bílasýningunni í Genf sem hófst í dag. Mikla athygli vekur Bugatti Chiron bíllinn með sín 1.478 hestöfl en ef til vill mun þessi 1.500 hestafla Koenigsegg Regera tvinnbíll vekja enn meiri athygli. Hann er reyndar seinni í hundraðið en Bugatti bíllinn, eða 2,8 sekúndur á móti 2,5 sekúndum Bugatti bílsins og örlítið seinni í 200, eða 6,6 á móti 6,5 sekúndum. Hann er þó mun sneggri í 300, eða 10,9 sekúndur á móti 13,5 Bugatti bílsins. Það sem meira er, hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða sem er algjörlega fáheyrð hröðun. Ástæða þess er hve léttur hann er, en hann vegur um 450 kílóum minna en Bugatti bíllinn. Koenigsegg er líka að sýna Agera Final Series í Genf. Sá bíll sem sýndur er nú ber nafnið One of 1 og skal ekki rugla saman við fyrri bíl Koenigsegg, One:1, þó svo þessi nýi bíll sé einmitt byggður á honum. Þessi bíll er 1.360 hestöfl með V8 vél og tvær forþjöppur. Hann vegur aðeins 1.380 kíló og er ári snöggur , rétt eins og allir bílar Koenigsegg. Ekki kemur fram hvað þessir tveir bílar sem Koenigsegg sýnir nú í Genf muni kosta, en víst er að það er mikið. Þess má geta að eigandi Koenigsegg, Christian von Koenigsegg er giftur íslenskri konu að nafni Halldóra Tryggvadóttir.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent