Síðan ruglaðist nefnilega á leikkonunni Whoopi Goldberg og þáttastjórnandanum heimsfræga Oprah Winfrey. Síðan tísti eftir farandi á sunnudagskvöldið; „Við höfðum ekki hugmynd að Oprah væri með húðflúr, og við erum að elska það.“ Með tístinu var mynd af Whoopi Goldberg á rauða dreglinum.
Tístið var fljótlega fjarlægt en þá höfðu mörg þúsund manns náð skjáskoti. Stuttu síðan kom afsökunarbeiðni frá Total Beauty á Twitter.
We'd like to apologize to Oprah and Whoopi, as well as everyone we've offended. It was our error, and there are no excuses. We're sorry.
— Total Beauty (@TotalBeauty) February 29, 2016