Lífið

Barist við þjóðarsorg í Hollandi vegna EM

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Fótboltaáhugamenn í Hollandi munu eflaust ekki halda með Íslandi á EM.
Fótboltaáhugamenn í Hollandi munu eflaust ekki halda með Íslandi á EM. Visir/Blik Films
Svo mikil ringulreið er nú í Hollandi yfir því að fótboltalið þeirra sé ekki með á Evrópumótinu sem fram fer nú í Frakklandi að það jaðar við þjóðarsorg. Þetta er í fyrsta skiptið í 32 ár sem Hollendingar eru ekki á meðal þeirra liða sem keppir en íslenska liðið átti sinn þátt í því að svo fór.

Hollenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Blik Films tók málin í sínar hendur og gerði stuttmynd sem sýnir hvert hörðustu fótboltaáhugamenn landsins geta snúið sér í EM-leysinu. Grínmyndin er um 5 mínútna löng og gefur bareigendum hugmynd um hvernig hægt sé að efla sigurandann í landinu þrátt fyrir að landslið þeirra sitji heima í ár.

Myndina má sjá hér að neðan. Áfram Holland!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×