Lífið

Typpaskýjamynd kemur fréttaþulum úr jafnvægi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Veðrið í Nýja Sjálandi getur tekið á sig ýmsar myndir. Þetta nýtti veðurfræðingur einnar sjónvarpsstöðvarinnar þar til fullnustu og skellti ljósmynd í loftið af skýjamyndun sem líkist óneitanlega æxlunarlíffærum karla.

Viðbrögð fréttaþulanna má sjá í myndbandi hér að ofan.

Þegar veðurfræðingurinn spurði fréttaþuli hvort þetta minnti þau á eitthvað sérstakt gátu þau ekki haldið aftur af hlátri sínum.

„Þú þurftir nú ekki að segja þetta,“ sagði karlkyns þulurinn á meðan kvenkyns félagi hans gat ekki tjáð sig vegna hláturs. „Þetta er jafn augljóst og sleggja!“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×