Lífið

Skyggnstu inn í baráttu Hildar Þórðardóttur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hildur Þórðardóttir var tekin tali í nýjasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins.
Hildur Þórðardóttir var tekin tali í nýjasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. vísir/stefán
Forsetaframbjóðendurnir níu munu á næstu dögum sjá um Snapchat-reikning kvöldfrétta Stöðvar 2. Þar munu þeir leyfa áhorfendum að skyggnast á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði og til að fylgjast með ævintýrum þeirra þarf einungis að bæta við reikningnum stod2frettir á Snapchat.

Sá sem fer með tögl og hagldir í dag er Hildur Þórðardóttir. Að sögn aðstoðarkonu Hildar er ekki við öðru að búast en að það verði líf og fjör á þeim bænum í dag, eins og von er þegar styttist óðfluga í kosningarnar.

Sjá einnig: Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat

Fleiri forsetaframbjóðendur munu fylgja í kjölfar Höllu og geta áhugasamir fylgst með ævintýrum þeirra með því að bæta við Snapchat-reikningnum stod2frettir eins og fyrr segir. Snapchat má nálgast á Google Play eða í Appstore.
Frambjóðendunum 9 hefur verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.Vísir

Tengdar fréttir

Óttast ekki höfnun

Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×