Lífið

Auto-tune lögin sem milljónir hafa misst sig yfir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eflaust margir séð þessi myndbönd, en það er allt í lagi að horfa aftur.
Eflaust margir séð þessi myndbönd, en það er allt í lagi að horfa aftur. vísir
Viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NewsOn6 við konuna Michelle Dobyne hefur vakið heimsathygli en þar lýsir Dobyne upplifun sinni af því þegar eldur kviknaði úr frá rafmagnstöflu í íbúðahúsnæði í borginni Tulsa í Oklahoma-ríki um helgina.

Fljótlega eftir að myndbandið kom fram var búið að útbúa skemmtilegt popplag úr viðtalinu og var stuðst við „auto-tune“ forritið sem hefur tröllriðið allan tónlistarheiminn undanfarin ár.

Þetta er orðið mjög þekkt, að taka spaugilegt viðtal og breyta því í skemmtilegt popplag. Á Youtube má finna gríðarlega mörg myndbönd þar sem einmitt þetta hefur verið gert. Vefsíðan Nútíminn hefur einnig verið dugleg við þessa lagasmíð og er útkoman oftast virkilega góð.

Hér að neðan má sjá nokkur virkilega vel valinn popplög sem hafa komið eftir svona atburðarrás.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×