Bandarískir fjölmiðlar greindu frá andlátinu í gær þar sem vísað var í yfirlýsingu frá syni Amos þar sem hann segir föður sinn hafa verið góðan mann með hjarta af gulli. Hann lést í Los Angeles þann 21. ágúst síðastliðinn.
Á sínum yngri árum var hann liðtækur fótboltamaður en sneri sér svo að leiklist. Hann fór með hlutverk James Evans eldri í þáttunum Good Times sem framleiddir voru á árunum 1974 til 1976.
Amos hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir túlkun sína á Kunta Kinte í Roots-þáttunum árið 1977, en um aldamótin vakti hann svo aftur athygli fyrir túlkun sína á Percy Fitzwallace aðmíráls í þáttunum West Wing.