Vel heppnuð kynslóðaskipti Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 14:15 Mun fallegri bíll en forverinn GLK. Reynsluakstur - Mercedes Benz GLC Síðastliðið sumar fór þessi nýi jepplingur að rúlla af færiböndunum hjá Mercedes Benz. Hann leysir af hólmi annan vel heppnaðan og söluháan bíl úr smiðju þeirra, Mercedes Benz GLK. Sá bíll seldist einmitt mjög vel hér á landi, en meiningin hjá Benz var að gera enn betur og það virðist hafa tekist. Fyrir það fyrsta þótti mörgum GLK vera full kantalaga þó svo gæði hans væru ekki dregin í efa. Þessi nýi GLC bíll er miklu fallegri og rúnnaðri í lögun og mun vafalaust falla fleirum í geð. Hér er semsagt kominn glænýr bíll þó svo hann sé byggður á sömu botnplötu og C-Class fólksbíllinn og það skýrir kannski helst síðasta stafinn í nafni hans. Auk þess eru íhlutir GLC að 70% leiti þeir sömu og í C-Class bílnum. GLC er aðeins stærri en forverinn GLK, hann er 1,2 cm lengri og 0,4 cm breiðari, en engu að síður er hann 12 cm lengri á milli hjóla. Þrátt fyrir aukna stærð er hann þó 80 kílóum léttari og á þar aukin notkun áls og hástyrktarstáls stærstan þátt.Lúxusinnrétting og aukið rýmiJafn drastísk breyting hefur orðið á innréttingu GLC frá GLK og allt miklu flottara og rýmra. Sem dæmi, þá hefur hefur fótarými að aftan aukist um 5 sentimetra og rými fyrir alla farþegar aukist á alla kanta. Höfuðrými í aftursætum er svo gott að ekki væsir um fullvaxna þar og tilfinningin frekar sú að ferðast sé í stórum jeppa en jepplingi. Sama er að segja um farangursrýmið, það hefur stækkað verulega frá forveranum. Benz hefur fært innréttinguna upp um nokkra flokka hvað íburð varðar og efnisvalið eftir því. Auk þess hefur verulega verið bætt um betur hvað hin ýmsu geymsluhólf í bílnum varðar. Ekki kemur á óvart að bíllinn er með lyklalausri ræsingu, rafdrifnum sætum, rafaðdregnum hliðarspeglum, rafdrifnum afturhlera og 7 tommu aðgerðaskjá og með því sést að Benz hefur ekki viljað vera eftirbátur helstu samkeppnisbílanna, Audi Q5, BMW X3, Land Rover Discovery Sport og Lexus NX.Fjórar akstursstillingar og 9 gíra kassiEin besta nýjungin í GLC eru hinar mismunandi akstursstillingar sem velja má á milli eftir aðstæðum. Þar má finna stillingarnar Eco, Comfort, Sport og Sport+ og finnst vel fyrir muninum á þeim. Mjög gaman er að flýta sér á þessum jepplingi og þá er rétt að velja annaðhvort Sport eða Sport+ og láta öfluga vélina hafa fyrir hlutunum og finna hversu góð hin 9 gíra sjálfskipting bílsins vinnur með henni. Auk þess er fjöðrun bílsins afar vel heppnuð og rásfestan því til fyrirmyndar. Sú gerð GLC sem var til prufu heitir GLK 220 og er með 170 hestafla dísilvél úr 2,1 lítra sprengirými. Þetta er spræk vél sem hentar bílnum vel og það sem vakti hvað mesta furðu, ótrúlega hljóðlát af dísilvél að vera. Vel hefur heppnast að hljóðeinangra bílinn og er hann með þeim allra bestu hvað það varðar.Ánægjulega lág eyðslaAnnað sem kom skemmtilega á óvart var lítil eyðsla bílsins og það er ekki oft sem uppgefnar eyðslutölur nást, en hann hjó verulega nærri uppgefinni eyðslu uppá 6,3 lítra í borgarakstri. Þessi reynsla er sjaldgæf og vekur athygli fyrir þetta stóran bíl. Eitt af því fáa sem fór í taugarnar á ökumanni var Stop&Go ádrepibúnaður bílsins, en ræsing hennar er gróf og ekki viðbragssnögg. Það er þó huggun harmi gegn að drepa má á þessum búnaði, sem sannast sagna er ekki svo mikilvægur í íslenskri umferð en er til þess hugsuð að minnka eyðslu bílsins og mengun í leiðinni. Í heildina má segja að aksturhæfni þessa bíls sé með því besta sem gera má kröfu til með jeppling, en satt best að segja minnti hún á góðan fólksbíl. Dýrari en samkeppnisbílarnirEn hvernig stendur hann sig gagnvart keppinautunum í verði? Ódýrasta gerð bílsins má fá á 8.360.000 kr. þó svo reynsluakstursbíllinn hafi verið dýrari. Audi Q5 kostar 7.990.000 kr. í ódýrustu útfærslu og BMW X3 kostar 7.290.000 kr. Land Rover Discovery Sport með 180 hestafla dísilvél kostar 7.790.000 kr. og Lexus NX kostar 8.040.000 kr. Því er þessi Mercedes Benz þeirra dýrastur en gæði hans og aksturseiginleikar eru líklega til þess að bæta þann mun upp.Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, skiptingÓkostir: Stop&Go ádrepibúnaður, verð 2,1 l. dísilvél, 170 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 8.360.000 kr. Umboð: AskjaAsskoti lagleg innrétting og eins og í mörgum öðrum nýjum Benzum er pianó-glansandi áferð áberandi.Fín opnun afturhlera og gott farangursrými, meira en í forveranum.Sérstök staðsetning fyrir sætisstillingar í öllum Benz bílum, þ.e. í hurðunum, en hún lúkkar vel. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent
Reynsluakstur - Mercedes Benz GLC Síðastliðið sumar fór þessi nýi jepplingur að rúlla af færiböndunum hjá Mercedes Benz. Hann leysir af hólmi annan vel heppnaðan og söluháan bíl úr smiðju þeirra, Mercedes Benz GLK. Sá bíll seldist einmitt mjög vel hér á landi, en meiningin hjá Benz var að gera enn betur og það virðist hafa tekist. Fyrir það fyrsta þótti mörgum GLK vera full kantalaga þó svo gæði hans væru ekki dregin í efa. Þessi nýi GLC bíll er miklu fallegri og rúnnaðri í lögun og mun vafalaust falla fleirum í geð. Hér er semsagt kominn glænýr bíll þó svo hann sé byggður á sömu botnplötu og C-Class fólksbíllinn og það skýrir kannski helst síðasta stafinn í nafni hans. Auk þess eru íhlutir GLC að 70% leiti þeir sömu og í C-Class bílnum. GLC er aðeins stærri en forverinn GLK, hann er 1,2 cm lengri og 0,4 cm breiðari, en engu að síður er hann 12 cm lengri á milli hjóla. Þrátt fyrir aukna stærð er hann þó 80 kílóum léttari og á þar aukin notkun áls og hástyrktarstáls stærstan þátt.Lúxusinnrétting og aukið rýmiJafn drastísk breyting hefur orðið á innréttingu GLC frá GLK og allt miklu flottara og rýmra. Sem dæmi, þá hefur hefur fótarými að aftan aukist um 5 sentimetra og rými fyrir alla farþegar aukist á alla kanta. Höfuðrými í aftursætum er svo gott að ekki væsir um fullvaxna þar og tilfinningin frekar sú að ferðast sé í stórum jeppa en jepplingi. Sama er að segja um farangursrýmið, það hefur stækkað verulega frá forveranum. Benz hefur fært innréttinguna upp um nokkra flokka hvað íburð varðar og efnisvalið eftir því. Auk þess hefur verulega verið bætt um betur hvað hin ýmsu geymsluhólf í bílnum varðar. Ekki kemur á óvart að bíllinn er með lyklalausri ræsingu, rafdrifnum sætum, rafaðdregnum hliðarspeglum, rafdrifnum afturhlera og 7 tommu aðgerðaskjá og með því sést að Benz hefur ekki viljað vera eftirbátur helstu samkeppnisbílanna, Audi Q5, BMW X3, Land Rover Discovery Sport og Lexus NX.Fjórar akstursstillingar og 9 gíra kassiEin besta nýjungin í GLC eru hinar mismunandi akstursstillingar sem velja má á milli eftir aðstæðum. Þar má finna stillingarnar Eco, Comfort, Sport og Sport+ og finnst vel fyrir muninum á þeim. Mjög gaman er að flýta sér á þessum jepplingi og þá er rétt að velja annaðhvort Sport eða Sport+ og láta öfluga vélina hafa fyrir hlutunum og finna hversu góð hin 9 gíra sjálfskipting bílsins vinnur með henni. Auk þess er fjöðrun bílsins afar vel heppnuð og rásfestan því til fyrirmyndar. Sú gerð GLC sem var til prufu heitir GLK 220 og er með 170 hestafla dísilvél úr 2,1 lítra sprengirými. Þetta er spræk vél sem hentar bílnum vel og það sem vakti hvað mesta furðu, ótrúlega hljóðlát af dísilvél að vera. Vel hefur heppnast að hljóðeinangra bílinn og er hann með þeim allra bestu hvað það varðar.Ánægjulega lág eyðslaAnnað sem kom skemmtilega á óvart var lítil eyðsla bílsins og það er ekki oft sem uppgefnar eyðslutölur nást, en hann hjó verulega nærri uppgefinni eyðslu uppá 6,3 lítra í borgarakstri. Þessi reynsla er sjaldgæf og vekur athygli fyrir þetta stóran bíl. Eitt af því fáa sem fór í taugarnar á ökumanni var Stop&Go ádrepibúnaður bílsins, en ræsing hennar er gróf og ekki viðbragssnögg. Það er þó huggun harmi gegn að drepa má á þessum búnaði, sem sannast sagna er ekki svo mikilvægur í íslenskri umferð en er til þess hugsuð að minnka eyðslu bílsins og mengun í leiðinni. Í heildina má segja að aksturhæfni þessa bíls sé með því besta sem gera má kröfu til með jeppling, en satt best að segja minnti hún á góðan fólksbíl. Dýrari en samkeppnisbílarnirEn hvernig stendur hann sig gagnvart keppinautunum í verði? Ódýrasta gerð bílsins má fá á 8.360.000 kr. þó svo reynsluakstursbíllinn hafi verið dýrari. Audi Q5 kostar 7.990.000 kr. í ódýrustu útfærslu og BMW X3 kostar 7.290.000 kr. Land Rover Discovery Sport með 180 hestafla dísilvél kostar 7.790.000 kr. og Lexus NX kostar 8.040.000 kr. Því er þessi Mercedes Benz þeirra dýrastur en gæði hans og aksturseiginleikar eru líklega til þess að bæta þann mun upp.Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, skiptingÓkostir: Stop&Go ádrepibúnaður, verð 2,1 l. dísilvél, 170 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 8,3 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð frá: 8.360.000 kr. Umboð: AskjaAsskoti lagleg innrétting og eins og í mörgum öðrum nýjum Benzum er pianó-glansandi áferð áberandi.Fín opnun afturhlera og gott farangursrými, meira en í forveranum.Sérstök staðsetning fyrir sætisstillingar í öllum Benz bílum, þ.e. í hurðunum, en hún lúkkar vel.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent